Velgengni

laddi golfLagið okkar Ladda er í 4. sæti á lagalistanum sem er listi sem er settur saman úr "playlistum" útvarpsstöðvanna og tónlist.is. Milljarðamæringurinn er líka í 1. sæti á Bylgjunni og 3. sæti á tónlist.is . Semsagt ansi gott. Eitt af lögum sumarsins. Við fögnum því.

 

Kalli


Nýtt lag frá Milljónamæringunum

Smáskífa 1Út er komin smáskífan Milljarðamæringurinn með Ladda og Milljónamæringunum. Það er nú þegar farið að hljóma í útvörpum og er lag vikunnar á Tónlist.is vikuna 5 - 11. júlí. Annars má heyra þetta stuðlag sem er eftir Ladda sjálfan hér í tónspilaranum. Millarnir fluttu þetta live í Kastljósinu um daginn og má skoða það HÉR.

Sérstök endurhjóðblöndun hefur farið fram á laginu fyrir fólk fætt eftir 1987 og má hlýða á það einnig hér á síðunni. Kunnum við Milljónamæringar Dj Batiqueman þakkir fyrir það. 

 

Kalli 


En eruð þið búin að prófa tölvuleikinn?

París hersetinJá, það er rétt. Tölvuleikurinn Escape Paris snýst um að hjálpa Paris Hilton að flýja úr klefanum sínum. Algjör snilld. Og ber þess engin merki að hafa verið búinn til í flýti. http://onlinegames24.blogspot.com/2007/05/escape-paris.html

 

Kalli 


mbl.is Nýtt fangelsismyndband með Paris Hilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljónamæringarnir geta nýtt sér þetta

Birgitta okkar íslendinga, Britney SpearsHvernig? Jú, með því að annað hvort leyfa fólki að kjósa um einhverja titla, td: Handbók piparsveinsins, Alltaf nóg að gera, iMambo, Sumar nætur... Eða með því að nota nöfnin sem Britney Spears stingur upp á:

1. Omg is Like Lindsay Lohan Like Okay Like
2. What if the Joke is on You
3. Down boy
4. Integrity
5. Dignity 

eða á íslensku:

1. Almtgr, er sko Birgitta þarna sko..

2. Hvað ef þau hlæja síðast

3. Sittu kallinn

4.Sjálfum sér samkvæmir

5. Reisn

Reisn er kannski of tvírætt..minnir á  hugmynd sem að kom upp að nafngift: The lost art of being a man sem var þýtt sem Endurreisn karlmennskunnar.

Svo er þetta fjórða plata Millanna, hvað með M IV ?

 Spurning

 Kalli

 

 


mbl.is Britney biður aðdáendur um aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hættir að blogga

handbókBara dálítið latir. Platan heldur áfram. Flestir söngvararnir búnir að syngja. Stebbi og Raggi eftir. Þeir klára í viku komanda. En ég held að ég sé kominn með nafnið á plötuna. Við erum búnir að vera að spá í eitthvað karlmannlegt í anda sjötta áratugarins: The lost art of being a man. En það er illþýðanlegt. Svo vel sé. Hefur ekki sama glans á íslensku. Svo í gærkvöldi var ég að lesa skemmtilega bók eftir Umberto Eco, Foucault's Pendulum, sem ég les auðvitað á ítölsku (ekki). Þar segir ein persónan þar sem hún hellir sér yfir næstu kynslóð á eftir: You brainwashed them with Zen and the art of motorcycle maintenance. Og ég hugsaði hmmm, flott nafn á plötu: Zen and the art of motorcycle maintenance. En kannski ekki flott í íslenskri þýðingu. Og þá mundi ég eftir sjónvarpsþáttum sem að ég og vinur minn ætluðum að gera í gamla daga. Handbók piparsveinsins. Þar ætluðum við að taka á ýmsum nauðsynlegum hlutum sem piparsveinar þyrftu að hafa á hreinu. Praktískum og minna praktískum. Við vorum kannski ekki vel til þess fallnir á sautjánda ári. En nafnið hefur mér alltaf þótt gott. Handbók piparsveinsins. Og ég held að textar nýju plötunar falli allir glæsilega undir þann titil:

1. Milljarðamæringurinn : Maður sem syngur um peninga eins og hann eigi þá. Draumur piparsveinsins.

2. Búllubúbbar: Klámbúllutexti. Auðveld tenging.

3. Hver veit, hver veit, hver veit?: Ofursvalur bítlatexti um mann með gras í gönguskóm.

4. Ekki kalla það ást: Gaur sem syngur um líkamlega löngun en hafnar ástinni.

5. Göngum yfir brúna: Piparsveinar taka líka þátt í náttúruvakningunni.

6. Alltaf nóg að gera: Almennar pælingar um athafnamanninn í okkur öllum. Og piparsveinum.

7. Sumar nætur: Um feiminn piparsvein. En hann reynir.

8. Skömm og skandalar: Strákur reynir að finna stúlku við hæfi. En kemur í ljós að hann á margar laumusystur.

9.  Nóttin verður okkar: En einn vonbiðillinn. Síðasti piparsveinninn ?

10.  Amanda: Um ástfanginn piparsvein og stúlku sem særir hann(þú myrðir mig á ný..án handa).

11. Tók til fóta: Um strák sem lendir í undarlegum ástarævintýrum með huldumey..og huldusveini

12. Viltu mambó væna? Instrumental, 60's töffarapiparsveinabragur. Gæti tekið á sig nafn plötunnar. 

13. Live till I die: Er á meðan er. Lifðu eins og það sé enginn morgundagur. Kafli 13 í H.P.

14. Ethel: Stebbi ekki búinn með textann. En hann smellpassar eflaust inn.

Semsagt: Milljónamæringarnir: Handbók piparsveinsins. Nú er bara að spyrja strákana.

 

Kalli

 


Búllubúbbar

BúllubúbbiÍ ljósi nýjustu viðburða í klámbúllumálum í Kópavogi svo og í ljósi þess að vændi var lögleitt hafa Milljónamæringarnir hljóðritað lag sem að Bogomil Font syngur. Þetta er vinnuútgáfa en þið megið samt heyra. Þarna er minnst á Gullfingur-Geir, Gunnar B og Major Sólrúnu. Afar hressandi. Hlustið í spilaranum hér einhvers staðar á hægri kantinum.

Kalli 


Hrægammar. Ég þekki þetta!

snáparÞað er oft óraunverulegt og ógnvekjandi að lesa um hegðun fjölmiðlafólks í kringum fræga fólkið. Við þekkjum auðvitað ótal dæmi um þetta. Björk þegar hún barði frá sér til að vernda Sindra, Díana prinsessa og harmdauði hennar til að nefna tvö augljós dæmi. Og svo er ég auðvitað að upplifa þetta núna þar sem það eru alltaf snápar hér í kringum stúdíóið að reyna að heyra nýju Millalögin og reyna að ná myndum af söngvurum Millanna. Enda kom Laddi hingað í dulgervi, klæddur sem lögfræðingur með yfirskegg. Bjarni Ara fór í næsta hús og læddist svo í gegnum garðinn og inn um gluggann á stúdíóinu. Stebbi Hill hefur svo miklar áhyggjur af ljósmyndurunum að hann vill ekki einu sinni segja mér hvenær hann kemur til að syngja. Hann mun bara birtast án fyrirvara. Ég er að hugsa um að fá bústaðinn hennar Bjarkar á Þingvöllum lánaðan til að taka upp sönginn hans Ragga Bjarna, ég þori ekki að hugsa um uppistandið í þessu rólega hverfi í Breiðholtinu ef að það sæist til Ragga hérna. Erfitt líf.

Kalli 


mbl.is Fjölmiðlar bíða eftir að París mæti til afplánunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kurt Wallander kominn í málið!

Kurt WallanderMikið eru Wallander bækurnar skemmtilegar. Í hvert skipti sem að ég les fréttir um glæpi í Svíþjóð þá sé ég Wallander og félaga hans ljóslifandi fyrir mér. Mæddar persónur á lögreglustöðinni með persónuleg vandamál á bakinu í rólegu umhverfinu á Skáni. Þægileg tilbreyting frá harðjöxlunum frá Ameríku.

Kalli 


mbl.is Fékk flóttabílinn lánaðan hjá föður sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úff, hvað segir Ester núna?

Frank og FurterÞað eru til ýmsar leiðir til að mótmæla. Ein er að fá sér heitan hund. Sumum finnst það jaðra við mannát að leggja sér hundakjöt til munns. Einnig hesta. Og ketti. Jafnvel hvali. Sennilega smáfugla líka. Hvernig myndi Mark McGowan mótmæla hvalveiðum? Með því að borða mörgæs kannske? Eða ísbjörn..bara að spá.

Ester systir mín er annálaður dýravinur og er einmitt nýbúin að fá sér smáhund. Bloggið hennar er hér . Þar má sjá myndir af ýmsum dýrum.

 

Kalli 


mbl.is Át hund í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir

Finnskur Bogomil Font hefur sungið inn sín 5 lög á nýjustu plötu Milljónamæringanna. Þau eru skemmtileg og úr ýmsum áttum. Bogomil syngur Amöndu sem má kannski segja að sé í anda Hauks Morthens. Hann syngur líka Tók til fóta sem er mun nútímalegra, nokkurs konar Latin-Ska. Svo syngur hann Alltaf nóg að gera sem að er brasilísk samba með sterku bakkbíti frá 1968. Síðan eru tveir kalípsóar, Skömm og skandalar sem er fornt lag en Madness gerðu heldur slappa útgáfu af fyrir nokkrum árum og lag sem ameríski leikarinn Robert Mitchum söng á kalípsóplötu sinni frá 1957 sem mun heita Búllubúbbar á íslensku og fjallar um klámbúllur, Kópavog og lögleiðingu vændis. Alltaf með puttana á púlsinum, Milljónamæringarnir. 

Nú streyma söngvararnir hingað í "Snjóhúsið" að syngja inn slagarana. Mikil sumarstemning í Seljahverfi.

Ég sá rakst á áhugavert myndband frá finnskum lagahöfundi sem er að sýna fram á að Íslandsvinurinn Timbaland (jú, hann vann með Björk, er hann þá ekki Íslandsvinur?)  hafi stolið frá sér lagi. Og það fer ekkert á milli mála. Svo fann ég annað myndband þar sem Timbaland útskýrir sína hlið málsins í útvarpsþætti. Heldur slök rök hjá kappanum, hann heyrði lagið í tölvuleik og hélt að hann mætti þá bara sampla því og þar með eigna sér það. En áhugavert að heyra:

Finninn svekkti

Timbaland um málið 

 

Kalli 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband