Færsluflokkur: Bloggar

Jafnréttið blívur

gullbaðMikið er gott að það er samskonar bað á kvennabaðherberginu. Ég óttaðist á meðan ég las fréttina að þetta gullbaðkar væri aðeins fyrir karla. Og þá hefðu nú sumar svísur skrifað færslu í bloggið sitt. Verst með stuldinn. Afar dularfullur. En snertir mig ekki þar sem ég sit í heitu baði í gullbaðkerinu mínu í Breiðholti.

 

Kalli

 


mbl.is Gullbaðkar hvarf sporlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingur en sér á báti.

Barði okkar ÍslendingaEkki veit ég hvort Phil sé sekur. Ekki frekar en ég viti hvort Michael Jackson eða O.J. Simpson séu það. En vissulega vitnar sagan gegn Spector. Hann er byssufrík og eru til ýmsar sögur af honum því tengdar. Hann mun hafa ógnað Leonard Cohen með byssu til að undirstrika skoðun sína. Í eitt skiptið stakk hann byssunni í háls Cohens og sagði " Lenni, ég elska þig" Leonard svaraði " Filip, ég ætla rétt að vona það".  Hann lét bassaleikarann í Ramones spila undir gapandi skammbyssukjafti. "Spilaðu almennilega, helvítið þitt!"  Hann stal segulböndunum af rokkplötu Johns Lennon sem hann var að vinna með honum. Tók Lennon ár að fá þær aftur til að klára plötuna. 

En verandi upptökustjóri sjálfur verð ég að segja að ég skil Phil Spector nú vel. Sérstaklega stundum. Nú standa yfir söngtökur á Millaplötunni.  

Kalli 


mbl.is Dánardómstjóri segir Lönu Clarkson ekki hafa framið sjálfsvíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg tilviljun

hvar er garðarGarðar Thor kemur fram á tónleikum í Birmingham þann 13. júní n.k. "Svo skemmtilega vill til að faðir Garðars og nafni hans, Garðar Cortes, verður hljómsveitarstjóri á tónleikunum" segir á mbl.is. Ég er bara að velta því fyrir mér hvað tilviljanirnar geta verið ótrúlegar. Best hefði verið ef þeir hefðu bara hist á tónleikunum: " Nei, pabbi! Þú hér?"

 

Kalli 


mbl.is Garðar stýrir Garðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Riyo!

Hófí okkar KarlsdóttirFyrir hönd Milljónamæringanna óska ég þér til hamingju. Við íslendingar vitum hvað það er mikilvægt og hressandi fyrir þjóð að eiga alheimsungfrú. Framundan er erfitt en gefandi ár...eða eitthvað. Merkilegt að sænski keppandinn hafi ekki mætt. Var hann með því að láta í ljós vanþóknun Svía á keppninni en þeim þykir hún hlutgera konur og niðurlægja þær, eins og segir í fréttinni. Í því ljósi finnst mér þó ansi gott að þeir hafi keppanda til að byrja með. 

Her name is Riyo and she dances on the sand...

 

Kalli 


mbl.is Ungfrú Alheimur krýnd í Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hvítt!

rangt píanó....enda flygillÉg hélt alltaf að þetta væri hvíta píanóið sem að hann er að spila á í myndbandinu en þetta er víst hnotubrúnt Steinway píanó sem að hann samdi lagið á.

 

Kalli

 


mbl.is Píanó Lennons sent til Blacksburg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af meistaraverkum og mishöppum

MeistaraverkLangt er síðan ég færði til bloggs. Biðst afsökunar. Hefur reyndar enginn kvartað. Kannske að fólk sé almennt fegið. "Jæja, best að fara inn á Millabloggið. Ó, ég vona að þeir séu ekki búnir að skrifa neitt nýtt....úff, gott. Bara gamla færslan með George myndinni."

Hérna megin er búið að taka upp ýmislegt og Bogomil Font hefur sungið tvö lög inn á plötuna. Laddi kemur í dag að syngja. Bogomil heldur áfram á mánudag. Birgir kemur nú á eftir og ætlar að endurgera kontrabassa í Göngum yfir brúna. Það er komið í kúbverska mambóútsetningu og hljómar feikivel þannig. Dáldið svona í anda Buena vista social club.

Ég vona að bloggvinur minn Pálmi verði ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er náttúrulega gert með mikilli virðingu fyrir laginu. Magnús Eiríksson er besti lagahöfundur sem við höfum átt. Og upphaflegi flutningurinn er frábær. Hann má heyra á síðu Pálma Gunnarssonar. Lagið er af plötunni Í gegnum tíðina. Önnur plata Mannakorna. Hún er safn frábærra laga. Smellir á borð við Reyndu aftur, Braggablús og Garún. En einhvern veginn eru öll lögin frábær. Ræfilskvæði, Fyrir utan gluggann þinn, Ef þú ert mér hjá..Frábært verð að fara að tengja plötuspilarann og blása rykið af plötunum. Flott umslag líka á Í gegnum tíðina. Klippilistaverk af Esjunni, tunglinu, geimförum, nunnum og ýmsu fleiru. Og umslagið far tvöfalt, hægt að opna það eins og bók og myndin náði yfir bakhliðina líka þannig að þetta var stór og flott mynd. Þetta er ekki hægt lengur. Geisladiskarnir eru svo litlir að þeir kalla á öðruvísi nálgun.

Við Milljónamæringar erum ennþá að spá í umslag. Einhver hreyfing þar á. Nokkrar hugmyndir í sigtinu.  Og nafnið er ekki alveg komið. Mér finnst nafnskrípið Nálgast nær vera skemmtilegt. Ég er fyrir heimskuleg nöfn. Ég var einu sinni í hljómsveit sem að gaf út plötuna Konungar háuloftanna. Reyndar barðist ég fyrir því að hún myndi heita Fata morgnanna. Alls kyns vitleysa kom til greina en Konungar háuloftanna varð ofan á. Enda stendur hún undir nafni. Upplagið af henni trónir á háuloftunum og ríkir þar en dæmir hvorki lifendur né dauða. 

Amen 

Kalli 


Paul, Fréttablaðið, B2 og Millablogg

fimmti bítillinnÞað er stuð á blogginu. Ég sá á netinu umslagið á nýju plötu Pauls McCartney. Sem þó kemur ekki út fyrr en í byrjun júní. Fannst mér sem ég kannaðist við kauða. Skellti því færslu hingað inn um umslög Pauls og Hilmars Jenssonar djassara sem átti svipað umslag fyrir 12 árum. Það næsta sem ég veit er að það er kominn hlekkur inn á færsluna á B2.is . Og aldrei hafa fleiri heimsóknir mælst hingað inn á bloggið á einum sólarhring eins og þann daginn. Fór yfir 3000 held ég. (eins og meðaldagur hjá Ellý). Og í Fréttablaðinu í morgun var frétt um þessa tilviljun. Og orðalagið var beint upp úr blogginu okkar. Afar skemmtilegt. Auðvitað ekkert minnst á okkur. En aðeins á Paul.

 

Kalli

 


Platan að verða til

IMAMBO12Upptökur á nýju Milljónamæringaplötunni ganga feyki vel. Búið er að leika lúðra í öll lög nema tvö.Bogomil Font er búinn að syngja tvö  lög. Ómar Guðjóns gítarsnillingur kíkti við í gær og spilaði kassagítar inn á eitt lag. Og boðað hefur verið til Millafundar til að fá botn í það hvað platan á að heita. Og hvernig umslagið á að líta út. Nú fer senn að líða að því að maður geti lekið tóndæmum hingað inn á bloggsíðuna. 

Kalli

 


Abba lifir

abba í álpappírNú á að opna Abba safn í Stokkhólmi. Það er ótrúlegt þegar skoðað er á netinu hvað það hefur verið búið til mikið af Abba varningi. Maður furðar sig á því hvernig þau hafi fundið tíma til að sinna tónlistinni því að umboðsmaðurinn þeirra, hann Stikkan, hefur verið í yfirvinnu að búa til kynningarefni fyrir þau. Svo eru til myndbönd við alla smellina sem hann Lasse Hallstrom leikstýrði. En mér þætti gaman sem græju og tónlistarnirði að sjá einhver tæki og stúdíó upplýsingar á safninu. En það er nú kannski ólíklegt. Kannski verður álpappírinn hér til hliðar til sýnis á safninu.

Millarnir gáfu eitt sinn Hard Rock gullplötu. Ekki veit ég hvert hún fór þegar staðnum var lokað. Verð samt að hafa upp á henni. Kannski opnum við Millasafn í tilefni af 15 ára afmælinu. 

 

Kalli

 


mbl.is Abba-safn opnar í Stokkhólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þreyta hvað?

Hamstur í neyðÞetta getur ekki þurft að deila um. Ég held að það liggi nokkurn veginn í augum uppi (eða úti, eins og sumir "sungu" hér um árið) að menn sem hafa dælt í sig Viagra geta ekki með nokkru móti verið að velta fyrir sér hvort þeir eru haldnir flugþreytu eða ekki. Þeir hafa um allt aðra hluti að hugsa.

En ég er að reyna að átta mig á hvað það er sem Viagrahamstrarnir voru 20-50% fljótari en náttúrulegir hamstrar við.

 

Birgir


mbl.is Viagra kann að nýtast gegn þotuþreytu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband