Nafn hljómfangsins

hvíta albúmiðVið erum mikið búnir að velta vöngum yfir nafni á plötuna. Nokkrar hugmyndir:
iMambo
Viltu Mambó, væna? (Reyndar lag á plötunni sem heitir það)
Aldrei of seint fyrir stuð
Millar.15 (Því hljómsveitin er jú 15 ára á þessu ári)
Bráðabirgðamambó
Drög að mambói

Við Biggi bassaleikari eyddum góðum tíma á Plaza hótelinu í Brussel um daginn við að fabúlera með fræga íslenska plötutitla og skella inn orðinu Mambó fyrir önnur. Mjög skemmtilegur samkvæmisleikur sem getur hæglega farið út í vitleysu.

Kalli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband