Hvað ætli sé góð íslenska yfir hugtakið "happy accident" ? Það er skynsamlegt, hvort sem maður er að gera tónlist eða spila ballskák að skilja eftir pláss fyrir slysin, leyfa örlögunum að spila með. Nú er ég bara að reyna að breiða yfir eigin klaufaskap.
VARÚÐ, TÆKJATAL OG NÖRDISMI!!
Við upptökur á hristum ýmis konar var ég með nokkra hljóðnema til að prófa hverjir kæmu best út. Ég endaði með því að nota einn ákveðinn, nefnilega Gefell m300 afar skemmtilegur með keramik kapsúlu. Við vorum búnir að hrista í nokkur lög þegar ég allt í einu átta mig á að eitthvað er skrítið í gangi. Þegar ég fer að athuga þetta betur þá er alls ekki hljóðneminn í gangi sem Sigtryggur stendur við heldur annar eins, hinu megin í upptökusalnum. Þannig að hann hefur ekki bara tekið upp hristurnar heldur hljóminn í upptökusalnum með. En þar af leiðandi hljómaði þetta allt stórt og mikið og afar hlýlegt. Takið eftir þessu þegar platan kemur út. Stórt, hlýtt og mikið pláss á hristunum.
Kalli
Flokkur: Bloggar | 8.5.2007 | 17:54 (breytt kl. 23:20) | Facebook
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.