Hamfarapopp

millamambÉg las einhvern tíma í plötugagnrýni að það væri orðinn til flokkur hljómplatna sem væri kallaður Hamfarapopp í höfuðið á frumherja þeirrar greinar. Það eru plötur sem eru unnar í heimahljóðveri (home alone studio eins og Bo segir) og umslagið gjarnan hannað í paint eða photoshop lite, yfirleitt meira af vilja en færni. Jæja, nú er ég fallinn í þessa gryfju, búinn að hanna umslag Millaplötunnar í home alone tölvunni minni. Reyndar er þetta forljótt og mér segir svo hugur að drengirnir vilji heldur fá fagmann til verksins. 

Þetta minnir mig reyndar á einhver 80's plötuumslög íslensk en átta mig ekki á því hvaða verk það eru. 

 

Kalli

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Orri Harðarson

Ég held að þetta sé misskilningur hjá þér, Kalli. Hamfarapoppið fjallar fyrst og fremst um einyrkjaplötur sem eru tónlistarlega vanskapaðar. Seint myndi t.d. metsöluplata Mugison flokkast undir hamfarapoppið, þótt unnin hafi verið að mestu í heimahúsi. Heimilisiðnaður sem þessi er orðinn býsna algengur og frasinn hans Bjögga hefur ekkert að gera með hamfarapoppið. Við vitum hins vegar báðir hvaðan frasinn er kominn og um hver frumkvöðullinn er. Sverta skal hins vegar ekki minningu gamals meistara.

Orri Harðarson, 9.5.2007 kl. 02:50

2 Smámynd: Millablog

Rétt Orri! Gaman að "sjá" þig. Ónákvæm skilgreining hjá mér. Einyrkjaplötur sem eru tónlistarlega vanskapaðar er harkalegri og beinskeyttari. (Áttir þú ekki hina frægu beinskeyttu fyrirsögn: "Ekki meir, Geir"?

Og rétt, home alone frasinn hans Bo hefur ekkert að gera með Hamfarapopp, heldur heimastúdíó, en það var nú það sem ég sagði. Það gæti stúdíóið hans Mugisons flokkast undir, home alone stúdíó. 

Millablog, 9.5.2007 kl. 07:42

3 Smámynd: Orri Harðarson

Jú, jú. Fyrirsögnin er mín.  Skemmtilegt blogg hjá þér, Kalli.

Orri Harðarson, 9.5.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband