Nú fer að líða að píanóupptökum. Diddi píanóstillir kemur í fyrramálið og stillir fyrir mig bæði litla upprétta Yamaha píanóið mitt sem er í Snjóhúsinu og Blüthner flygilinn sem er í stofunni hjá foreldrum mínum. Það má ekki vera sama píanóið í öllum lögunum, fer eftir karakter hvers lags. Blüthnerinn var píanóið á síðustu plötu Milljónamæringanna, hann er ævaforn, var smíðaður seint í desember 1886. En hann er mikill persónuleiki og hljómar ekkert eins og nýju flyglarnir sem maður kaupir úti í búð.
Það má heyra í honum í tónspilaranum 3. lagi að norðan, það er lagið El cariño sem var á Þetta er nú meiri vitleysan (2002).
Birgir bassaleikari er sá sem veitir mér mesta samkeppni í gömlum hljóðfærum. Aðal bassinn hans á plötunni verður Gibson bassi frá um 1960. Það merkilega er að strengirnir eru upprunalegir, hefur ekki verið skipt um strengi í 45 ár! Ég veit til þess að hann eigi varasett af strengjum en varastrengirnir eru jafngamlir bassanum, bara ónotaðir! Það er helst að það sé hægt að líkja honum við fiðlubassann hans Pauls, nema það var víst meira leikfangabassi, þessi er alvöru.
Flokkur: Bloggar | 9.5.2007 | 09:14 (breytt kl. 12:56) | Facebook
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.