Ég hef minnst á sérstakar upptökuaðferðir og gömul og sjaldgæf hljóðfæri hér á blogginu. Ástæðan fyrir þessum áhuga mínum á því er sú að mér finnst allt vera að renna saman í einn graut í tónlist í dag. Sem er kannski ekki skrítið. Nokkrar ástæður: Þrátt fyrir fjölda útvarps og sjónvarpsstöðva erum við mötuð á einsleitri tónlist. Upptökutæki/forrit og hljóðgjafar ýmiskonar eru á allra höndum en allir með eins, hljóðin sem við heyrum í útvarpinu koma úr samskonar græjum og flestir aðrir eru að nota. Svo er orðið svo auðvelt í dag að laga falska söngvara og taktlausa hljóðfæraleikara. En um leið og það er gert færist einhver fullkomnunarslikja yfir allt saman.
Þess vegna finnst mér ákaflega mikilvægt í dag að reyna að grípa persónuleika hljómsveitar, að ljá hljómfangi því sem átt er við hverju sinni einhverja sérstöðu. Og þar hef ég komist að annarri niðurstöðu: Persónuleikinn felst í ófullkomnun. Við leitumst flest við að vera hrein og bein og slétt og felld og gera eins og okkur er sagt og haga okkur eins og ætlast er til. En það er allt hitt sem gefur okkur sérstöðu og mótar persónu okkar. Allir dyntirnir. Landslag er leiðinlegt ef það er bara slétt eða samhverft. Við viljum fá fjöll, dali, hóla, brotin tré og stöku ský á himni. Maður ímyndar sér að vélmenni sem væri með alla mannasiði, hegðunarreglur og samskiptatækni á hreinu væri sterílt og leiðinlegt. En allir elska 3CPO úr Star Wars eða lífsleiða vélmennið Marvin í Hitchhikers guide to the galaxy. Dyntir.
Þannig að í stað þess að ná fullkominni spilamennsku leitast ég við að ná skemmtilegri spilamennsku. Og nota hljóðfæri sem eru ekki fullkomin heldur hafa persónuleika. Og nú nálgast ég óðfluga þverstæðuna í þessu öllu saman. Fullkomnun er leiðinleg. Og þar af leiðandi ófullkomin.
Kalli
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.