Söguleg stund

strengir BiggaLoksins kom að því. Birgir mætti í Snjóhúsið að taka upp Gibson bassann. Við byrjuðum á hinu instumental lagi Viltu mambó, væna, sem er hugsanlega fyrsta lag plötunnar. Ekkert mambó í því lagi, lítið og sætt og agalega funky númer. En hinn upprunalegi E strengur bassans var orðinn svo þreyttur að Birgir þurfti að SKIPTA UM STRENG í hljóðfærinu í fyrsta skipti síðan hann keypti hann. Hann  átti nokkra strengi sem fylgdu með bassanum og þar á meðal einn E streng. Þegar hann tók upp pakkann er annar þynnri innan í. Á honum stóð "notað" . Frábært. Varastrengurinn er þá 45 ára gamall notaður strengur! Jæja, hann fór í og upptökur hófust. 

 

Kalli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband