Scotty týndur í geimnum

tinniHljómar eins og texti eftir David Bowie. Stundum koma fréttir og maður hugsar: Einhver verður að semja um þetta texta eða jafnvel smásögu. Man ekki einhver eftir harmleiknum í kringum konungsfjölskylduna í Tíbet fyrir nokkrum árum. Nöfnin í þeim fréttum gerðu það að verkum að allt saman hljómaði eins og ævintýri úr 1001 nótt. Prinsinn varð geðveikur og þurrkaði út alla fjölskylduna í einni mínútu. Hljómar eins og plott úr Tinnabók (Blái lótussinn) þar sem sonur einnar persónunnar verður fyrir eiturpílu og er sífellt að reyna að "frelsa" fólk (og dýr, reyndar) með því að höggva það á háls. En semsagt, þeir týndu Scotty í geimnum.
mbl.is Scotty týndur eftir geimferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband