Ég leyfi mér að hlekkja hér á Paul Simon þar sem hann flytur lag sitt It's been a long,long day innan um reiðinnar býsn af Prúðuleikurum. Hann syngur þetta og spilar undir hjá sjálfum sér og notar öll gítargripin sem hann kann og hefur ekkert fyrir því. Þetta er annars lag af plötunni One Trick Pony frá 1980 sem að er ein allra besta og örugglega vanmetnasta Paul Simon platan. Kannski af því að henni fylgdi bíómynd sem PS lék í og var hörmung. Þar lék hann tónlistarmann sem túrar og tekur upp plötur en gengur ekkert rosalega vel. Spenna í hjónabandinu sem og í hljómsveitinni. Hljómsveitin hans leikur líka í myndinni og er alveg þess virði að horfa á hana til að sjá senur með Steve Gadd, Richard Tee, Eric Gale og Tony Levin. Ef það er hljómsveit á himnum þá er þetta hún. Reyndar tveir þeirra lifandi ennþá. Sem er gott. Ekki misskilja, væri betra ef þeir væru allir á lífi. En þið vitið hvernig þetta er.
Kalli
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.