Ég get ímyndað mér að Björk sé ánægð. Sennilega verður opnuð flaska af lífrænu sojakampavíni í kvöld. En ég skil samt ekki alveg hvernig fólk getur sætt sig við hljóminn á þessum iTunes skrám. Þetta er eins og að hala niður bíómyndum af netinu í staðinn fyrir að kaupa dvd diskinn. Reyndar er ég að taka djúpt í árinni, ég hlusta mikið á þjappaðar skrár af tölvunni minni (t.d. er ég búinn að hlaða Bjarkardisknum inn á tölvuna) en þegar ég ætla að HLUSTA á tónlist (með stórum stöfum) vil ég hafa diskinn. Eða plötuna. Þarf að setja upp plötuspilarann í stofunni sem fyrst. Annars, að gefnu tilefni vil ég benda á annað blog um tónleikaferð Bjarkar. Það er Jónas Sen sem heldur úti skemmtilegu bloggi daath.blog.is . Og annað, það er skrítið en ég hef aldrei getað keypt lag af iTunes. Fæ alltaf meldingu um að iStore sé ekki fáanleg á mínu svæði. Skrítið.
Kalli
Björk sú sem selur mest á iTunes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"...ég hef aldrei getað keypt lag af iTunes. Fæ alltaf meldingu um að iStore sé ekki fáanleg á mínu svæði..." Á meðan Maggi Kjartans og félagar ráða ríkjum eru afar litlar líkur á því að við fáum aðgang að iTunes búðini hérna heima.
Við verðum að sætta okkur við Tonlist.is
En ég er alveg sammála þér með að eiga þá tónlist sem manni þykir virkilega góð á CD. Það er alltaf gott að eiga "hard-copy" af tónlist á disk.
Siggi Árni (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 10:48
Þó að ég sé bara með 30% heyrn þá þykir mér óþægilegt að hlusta á músík í þjöppuðu formi. Mér þykir hún svo hörð og "köntuð". Það vantar hlýju og mýkt. Reyndar þótti mér vera mikill munur á hljómi geisladisks og vinyl-plötu á sínum tíma. Ég varð alltaf fljótt þreyttur í eyrunum ef ég hlustaði lengi á geisladiska í einu. Mér þótti músíkin köld og taldi mig heyra eða skynja einhvern aukasón. Núna hef ég aftur á móti vanist geisladisknum.
Jens Guð, 12.5.2007 kl. 17:30
Jú, ég er fyllilega sammála með diskinn og plötuna. Reyndar hef ég heyrt mikinn mun á nýjum remasteruðum diski og sama diski framleiddum fyrir 15 árum. Þeir nálgast.
Millablog, 12.5.2007 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.