Karnivalstemning í bænum

Kjötið kvatt í RíóSannkölluð mambóstemning. Við Fróði skruppum í bæinn og sáum framhald sögunnar um risessuna. Umferðaröngþveiti, löggur á hverju strái, Geir Jón að stjórna umferð á horni Lækjargötu og Vonarstræti eins og persóna í Kardimommubænum, múgur og margmenni og tóm gleði. Og enginn stressaður yfir þessu. Allir brosandi í sólskinsskapi. Glæsileg sýningin með risabrúðunum og frönsku hljómsveitinni í vagninum. Menn voru sammála því að þetta væra allt saman voðalega óíslenskt (það er jákvætt, ekki eins og óamerískt í Bandaríkjunum). Það var þó helst norðan garrinn sem minnti mann á staðsetninguna.

Nýja Milljónamæringaplatan ómaði í hausnum á mér allan tímann. Laddi hringdi og vildi fá að fylgjast með hvað ég væri búinn að gera við nýja lagið hans. Kom á hann þegar ég sagði honum að við hefðum sett það í Ska búning. "Ska? Hvað er það?" Frændi reggísins svaraði ég. Sennilega ekki góð útskýring. Reggí er tónlist skakka mannsins. Ska er meira stuð. Ekki "stuð" samt. Talandi um ska, þegar maður stendur á ákveðnum stað norðan við strætóhúsið á Lækjartorgi og lítur austur til Íslensku óperunnar má lesa stórum stöfum: SKA ÓPERAN. Ég hef oft fantaserað um hvernig ska ópera hljómi...En semsagt Laddi.   Ég lofaði að senda honum það sem komið væri svo hann gæti lagt mat á það. Annars ákaflega óíslenskt evróvision í kvöld. Megi besta lagið vinna. Eða eitthvað.

Kalli 


mbl.is Margmenni í miðbæ Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Hvaða ákveðni staður er það?    Ég var mjög ómenningarleg í dag og fór i smáralindina...af sem áður var þegar maður átti (nánast) heima á Laugaveginum.  Verum í bandi í kvöld

Ester Júlía, 12.5.2007 kl. 18:46

2 identicon

hæ, fann síðuna!!! var pizzan góð - þessi með mafíósabragðinu?

Ásdís Paulsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 21:11

3 Smámynd: Millablog

Jú, afar. Fann pizzadeig með spelti í Bónus. Það var dáldið sikileyskt.

Millablog, 12.5.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband