Hluti Milljónamæringanna var í Brussel á dögunum að leika fyrir hanastélsdrykkju. Áttum flug nokkuð snemma morguninn eftir ráðningu. Logandi af heimþrá blæddi ég í sólarhringsaðgang að netinu upp á herbergi í 5 stjörnuherbergi okkar á Plaza hótelinu í miðbæ Brussu. Fór inn á mbl.is og sá þar mér til skelfingar að verkföll hjá SAS væri að riðla áætlun þeirra. Bíddu, erum við ekki að fljúga með SAS í fyrramálið? Úps. fór inn á net flugvallar. Jú, flugi aflýst.
Síðan hófst nokkurra klukkustunda barátta að finna leið heim. Við vorum komnir í það að fljúga til Amsterdam, þaðan til London, gista þar eina nótt og ná svo flugi heim. Taka lest hingað og flugvél þangað og alls kyns kúnstir. Gallinn var sá að við áttum flug heim frá Köben með Iceland Express. SAS átti bara að fljúga okkur frá Belgíu og til Köben. Þannig að þar biðu miðar til Íslands.
Jæja, við vissum af flugi til Köben kl 7 um morguninn sem virtist næstum uppselt í. Ekki var hægt að kaupa miða á neti og skrifstofan opnaði ekki fyrr en 5 um morgun. Þannig að annað hvort var að taka leigubíl út á flugvöll að næturlagi upp á von og óvon, tjekka okkur út af hótelinu og brenna brýr, eða að eyða 2 sólahringum í ferðalög til að komast heim en ná þá kannski smá nætursvefni. Við ákváðum á síðustu stundu að reyna. Pakka, tjekka út, kalla á taxa og bruna á flugvöll ósofnir og flottir. Sem betur fer.Náðum flugi og allt blessaðist.
Dæmigert fyrir gigg í útlöndum. Maður heldur að það verði slappað af, spilað létt gigg, farið út að borða, nokkrir öl, sofið frameftir. En svo endar þetta þannig að maður kemur úrvinda heim og þarf hálfa viku að jafna sig eftir lætin. Öl er böl. En flugverkföll eru lykill að forgarði helvítis.
Kalli
Flugmenn Sterling hóta verkfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 15.5.2007 | 11:39 (breytt kl. 11:40) | Facebook
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.