Barđi og ég.

Barđi farđiÉg hef ţekkt Barđa lengi. Síđan í hlíđunum. Ég var ađ reyna ađ semja heimsfrćg popplög. Enda 13 ára og búinn ađ vera lengi í bransanum. Barđi var bara skrítinn 10 ára strákur ađ gera skrítna tónlist. Međ árunum fór ég ađ keppa í músktilraunum. Barđi fór ađ gefa út kasettur. Skrítnar. Ég fór ađ spila međ ýmsum hljómsveitum međ mér eldra fólki. Og samdi lög fyrir mína stóru skúffu. Barđi stofnađi sína eigin hljómsveit og fór ađ gaf út diska međ lögunum sínum. Stundum hringdi hann í mig og fékk mig til ađ spila eitt og eitt píanó inn á lög fyrir sig. Og einn daginn hringdi Barđi í "Símanúmer í útlöndum" og fékk símann hjá EMI í París. Hringdi ţangađ og pantađi fund. Keypti sér miđa, mćtti á fundinn og fékk sér útgáfusamning.

Okkar leiđir lágu aftur saman í söngleiknum Fame ţar sem viđ vorum fengnir til ađ sjá um tónlistina. Gaman ađ kynnast honum betur. Barđi er eins og ţegar hann var tíu. Alltaf jafn skrítinn. Hann hefur lítiđ breyst. En hann er ótrúlega fókuserađur og ósérhlifinn. Duglegur strákur. Sem nćr markmiđum sínum. Hann er ekki allra. En ţađ myndi hann ekki vilja.

´
Ég er ennţá ađ fikra mig áfram međ ađ semja lög. Enda 34 og búinn ađ vera lengi í bransanum. Barđi er bara skrítinn 31 árs strákur sem er búinn ađ stofna útgáfufyrirtćki í New York. Ég myndi ekki vilja skipta viđ hann. ég skemmti mér vel í mínu lífi. En gott vćri ađ hafa eitthvađ af hans stađfestu og elju. 

 

Kalli 


mbl.is Barđi verđlaunar međ Íslandsferđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband