Það er oft óraunverulegt og ógnvekjandi að lesa um hegðun fjölmiðlafólks í kringum fræga fólkið. Við þekkjum auðvitað ótal dæmi um þetta. Björk þegar hún barði frá sér til að vernda Sindra, Díana prinsessa og harmdauði hennar til að nefna tvö augljós dæmi. Og svo er ég auðvitað að upplifa þetta núna þar sem það eru alltaf snápar hér í kringum stúdíóið að reyna að heyra nýju Millalögin og reyna að ná myndum af söngvurum Millanna. Enda kom Laddi hingað í dulgervi, klæddur sem lögfræðingur með yfirskegg. Bjarni Ara fór í næsta hús og læddist svo í gegnum garðinn og inn um gluggann á stúdíóinu. Stebbi Hill hefur svo miklar áhyggjur af ljósmyndurunum að hann vill ekki einu sinni segja mér hvenær hann kemur til að syngja. Hann mun bara birtast án fyrirvara. Ég er að hugsa um að fá bústaðinn hennar Bjarkar á Þingvöllum lánaðan til að taka upp sönginn hans Ragga Bjarna, ég þori ekki að hugsa um uppistandið í þessu rólega hverfi í Breiðholtinu ef að það sæist til Ragga hérna. Erfitt líf.
Kalli
Fjölmiðlar bíða eftir að París mæti til afplánunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.