Milljarðamæringurinn með Ladda og Millunum hefur enn hækkað sig á Lagalistanum og er hann kominn í 2. sæti á næsta lista sem er birtur á fimmtudaginn. En Lagalistinn er sá listi sem tekur til flestra lista útvarpstöðva og fjölmiðla. En þar sem plata okkar, Alltaf að græða, er sneisafull af smellum er varla seinna vænna en að gefa út næsta lag. Það munum við gera á mánudaginn kemur.
Lagið heitir Við elskum þig nú samt og er sungið af Stebba Hilmars. Það inniheldur einnig gítarleik sem er heldur sjaldgæft þegar Millarnir eiga í hlut. Ómar Guðjóns á heiðurinn af gítarleiknum sem er afar skemmtilegur. Gítarleikurinn sko. Jú, Ómar líka.
Ég mun leka laginu inn á þennan vef á föstudaginn..
Kalli
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegt Ladda-lagið!! Hlakka til að heyra næsta lag.
Verð að fara að heyra í þér annars..
Ester Júlía, 25.7.2007 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.