Millarnir sendu út fréttatilkynningu á mánudag þess efnis að Við elskum þig nú samt væri komið út. Fréttablaðið birti hana í dag en birtu því miður mynd með henni sem ég hafði sett hér á Millabloggið. Þar hafði ég í bríeríi sett haus Stefáns Hilmarssonar á Helga leigubílstjóra sem er kylfusveinn á golfmyndunum okkar. Mér hafði þótt það nokkuð sniðug lausn því ekki var til mynd þar sem Stebbi er með okkur í golfi. En ég hafði ekki séð fyrir mér að myndin yrði birt í fjölmiðlum enda hafði ég ekki leyfi Stefáns, Helga né ljósmyndarans til að eiga við myndina. En ég hefði getað sagt mér það sjálfur að það sem fer á netið er orðið opinbert. Svo að ég harma þetta atvik og hef tekið myndina af netinu. Reyndar sendi ég mynd með fréttatilkynningunni og er hún hér til hliðar. Ég veit ekkert hvað Birgir er að gera á myndinni.
Kalli
Flokkur: Bloggar | 1.8.2007 | 10:51 (breytt kl. 11:25) | Facebook
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.