Færsluflokkur: Bloggar

Þar fór það!

kasettanJæja, við verðum þá sennilega láta duga að gefa nýju plötuna út á CD og Vínyl.

 

Kalli

 


mbl.is Dagar hljóðsnældunnar taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laddi syngur með Milljónamæringunum

Laddi ungurÉg hitti Ladda í fyrradag uppi í Borgarleikhúsi og hann söng fyrir mig nýja lagið sitt við gítarundirleik sjálfs síns. Bráðskemmtilegt salsapopp. Textinn fjallar um dæmigerðan nýríkan milljarðamæring. Ákaflega gaman að hafa lag á plötu með Milljónamæringunum sem að heitir Milljarðamæringurinn. Ég á upptöku af Ladda raula þetta fyrir mig en þori ekki að setja það hér á bloggið fyrr en ég hef fengið leyfi höfundar.

 Við erum líka búnir að dobbla Ladda til að syngja með okkur á hinum árlega sparidansleik Millanna, aðra helgina í ágúst. Takið daginn frá!

 

Kalli

 


Tónspilari

tvær smáskífurÉg setti inn í tónlistarspilarann lögin sem að hafa komið út á safnplötum síðan við gerðum síðustu stóru plötu, Þetta er nú meiri vitleysan. Lög sem að áttu að verða aukalög á nýju plötunni en verða ekki. En það má hlusta á þau hér. Lögin eru eftir mig en textarnir eftir Braga Valdimar sem nú er landsþekktur baggalútur.

 Kalli


Asía

nærsýnnÉg fór í hádeginu að fá mér hina víðfrægu núðlusúpu á Asíu. Á næsta bás við mig var miðaldra par og var kallinn heldur sjóndapur og sá ekki vel á matseðilinn. Þá gerist ótrúlegt atvik. Þjónustustúlkan kemur með fulla skál af lesgleraugum af öllum styrkleikum og skellir á borðið fyrir framan manninn. Hann getur nú valið réttu gleraugun og pantað svo af vild það sem að hugurinn girnist. Er þetta alveg standard þjónusta á veitingahúsum, úrval af lesgleraugum? Góð þjónusta!

 

Hugmynd að nafni : Alltaf nóg að gera

 

Kalli


Textar plötunnar

textabók millannaTextar nýju plötunnar verða allir á íslensku sem að er nýtt á Millaplötu. Við höfum alltaf leyft okkur að skjóta einum og einum texta með á ensku, spænsku eða öðrum slíkum málum. En nú er þjóðræknin að drepa okkur og verða 5 textahöfundar á plötunni; Laddi, Þorsteinn Eggerts, Bragi Valdimar Baggalútur, Bogomil Font og ég, Kalli Olgeirs.

Kalli

Texti frá textahöfundi Hljóma, Keflavík.

images-8Þorsteinn Eggertsson textahöfundur og goðsögn í lifanda lífi (Er ég kem heim í Búðardal) skilaði af sér texta í gærkvöldi við lagið Perhaps,perhaps,perhaps. Það heitir í þýðingunni Hver veit, hver veit, hver veit. Stebbi Hilmars ætla að syngja það á plötunni. Þetta er gamaldags lag og kallaði á texta í gamla stílnum. Steini Eggerts hristi hann fram úr erminni:

Þú segir þér sé sama - um mig
en þó ég reyni við þig,
þú bara segir
Hver veit - hver veit - hver veit?

Ég milljón sinnum spurði  -Má ég?
Þú virtist ekki - mjög treg,
en svo kom svarið:          (Svo kemur svarið)
Hver veit - hver veit - hver veit?

    Svo, ef að þér líst á mig,
    þá verð ég að skilja
    hvort þú vilt, kannski, fá mig...
    Ekki dylja
    góðan vilja.

Svo - ef þú kannski vilt mig
- eitt Já
ég vildi heyra
- þér frá.
Bar’ ekki segja
Hver veit - hver veit - hver veit?

Hrein snilld

Kalli

Slagverki að linna.

images-10Nú erum við að klára slagverksupptökur og fer að líða að því að útsetja fyrir lúðra. Sammi í Jagúar ætlar að vera þriðji lúður auk Jóels og Einars. Þannig að nú erum við að klára að ákveða tóntegundir fyrir söngvarana. Gestkvæmt hér í Snjóhúsinu (litla heimilishljóðverið mitt í STUÐlaselinu). Stebbi, Raggi Bjarna, Bogomil Font og Bjarni Ara allir að reka inn nefið til að finna bestu tóntegundirnar fyrir hvern og einn.  Espresso vélin þanin til hins ýtrasta.

Kalli


Nafn hljómfangsins

hvíta albúmiðVið erum mikið búnir að velta vöngum yfir nafni á plötuna. Nokkrar hugmyndir:
iMambo
Viltu Mambó, væna? (Reyndar lag á plötunni sem heitir það)
Aldrei of seint fyrir stuð
Millar.15 (Því hljómsveitin er jú 15 ára á þessu ári)
Bráðabirgðamambó
Drög að mambói

Við Biggi bassaleikari eyddum góðum tíma á Plaza hótelinu í Brussel um daginn við að fabúlera með fræga íslenska plötutitla og skella inn orðinu Mambó fyrir önnur. Mjög skemmtilegur samkvæmisleikur sem getur hæglega farið út í vitleysu.

Kalli


Lagalisti nýju plötunnar

Þegar við byrjuðum að setja saman þessa plötu langaði okkur að hafa 2 aukalög á henni sem að hafa komið út áður, Skuggi sem Raggi Bjarna söng og Sól á Síðdegi sem Bjarni Ara söng. En nú er ljóst að það verða 14 lög á plötunni og yrði til að æra óstöðugan að hafa einhver aukalög aftast. Þar að auki eru þau ekki í alveg sama anda og nýju lögin þannig að þau myndu sennilega spilla heildarstíl verksins fyrir næmgeðja listunnendum. En lagalistinn er svona:

Viltu Mambó, væna?
Tók til fóta
Skömm og skandalar
Jean and Dinah (texti á leiðinni)
Amanda
Bicho di Mato (texti á leiðinni)
Göngum yfir brúna
Lag eftir Bjarna Arason
Live till I die (Texti á leiðinni)
Hver veit, hver veit, hver veit.
Ethel (texti á leiðinni)
Milljarðamæringurinn
Sumar nætur
Ekki kalla það ást

Kalli


Páll Óskar hættir í Milljónamæringunum!

images-9Palli hefur ákveðið að hætta að syngja með okkur enda hefur hann í mörg horn að líta. Eftir að hafa verið vikulegur stofugestur hjá alþjóð í þáttunum Idol og X-faktor er svo komið að vinsældir hans sem plötusnúður hafa aldrei verið meiri og annar hann vart eftirspurn. Því hefur hann ákveðið að fækka störfum sínum og sagt söngvarastöðu sinni hjá Milljónamæringunum lausri. Við þökkum honum velunnin störf og bjóðum hann velkominn aftur þegar hann vill.

Kalli


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband