Færsluflokkur: Bloggar

Frábær fyrirsögn

hringt í tréFyrirsögnin lokkaði mig til að kíkja á fréttina. Hún var síðan um eitthvað allt annað en ég bjóst við. Í einfaldleika mínum bjóst ég við að hér væri komin frétt um mann sem að hefði hringt heim í konuna en línum hefði slegið saman á svo undarlegan hátt að hann hefði fengið samband við tré. Þetta er hins vegar snjöll leið til að fjármagna ýmislegt, að gefa fólki kost á að hringja hingað og þangað og þá er það búið að leggja 500 kall af mörkum. Spurning um að stofna línu fyrir hljómsveitina; hringt í mambó.

 

Kalli 


mbl.is Hringt í tré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of seint á laugardag!

Eiki HauksÞað er haft eftir Eika í Mogganum í dag að hann ætli að ákveða klæðnað á laugardaginn. Það verður nú helst til seint ef við komumst ekki áfram upp úr forkeppninni á morgun. Annars vonum við það besta en gerum ráð fyrir hinu versta. Ég kynntist Eika síðasta haust þegar að við gerðum saman gospelplötu mikla, hann með þórshamar hangandi um hálsinn. Ofboðslega ljúfur drengur eins og Hemmi Gunn myndi segja, en hrikalega er mér samt alltaf illa við það þegar myndin af honum blikkar mig í auglýsingabannernum frá einhverjum banka. Eins og maður sé kominn aftur í Hogwardskóla, seiða og galdra.

 

Kalli

 


mbl.is Órafmagnaður Eiríkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð mynd

417332AKostuleg myndin af Arnold með þessari frétt. Engu líkara en að hún hafi einmitt verið tekin við það tækifæri er hann hló upp í opið geðið á París.

 

Kalli 


mbl.is Arnold hló að Parísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Órafmagnað

Millar hrista sig samanPfh, fyrst var rafmagnið tekið af vegna framkvæmda í klukkutíma um daginn og nú þetta. Ef þetta heldur áfram verður nýja platan okkar órafmögnuð. Sem var mikil tíska fyrir 10 árum! Það er þá bara kontri og nikka hérna í Seljahverfinu. Þessi mynd var tekin meðan beðið var eftir rafmagni. Eða ekki.

 

Kalli 


mbl.is Rafmagnslaust í 4 mínútur í hluta borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píanóupptökur

BluthnerNú fer að líða að píanóupptökum. Diddi píanóstillir kemur í fyrramálið og stillir fyrir mig bæði litla upprétta Yamaha píanóið mitt sem er í Snjóhúsinu og Blüthner flygilinn sem er í stofunni hjá foreldrum mínum. Það má ekki vera sama píanóið í öllum lögunum, fer eftir karakter hvers lags. Blüthnerinn var píanóið á síðustu plötu Milljónamæringanna, hann er ævaforn, var smíðaður seint í desember 1886. En hann er mikill persónuleiki og hljómar ekkert eins og nýju flyglarnir sem maður kaupir úti í búð. 

Það má heyra í honum í tónspilaranum 3. lagi að norðan, það er lagið El cariño sem var á Þetta er nú meiri vitleysan (2002). 

 

 

 

 

bassibiggaBirgir bassaleikari er sá sem veitir mér mesta samkeppni í gömlum hljóðfærum. Aðal bassinn hans á plötunni verður Gibson bassi frá um 1960. Það merkilega er að strengirnir eru upprunalegir, hefur ekki verið skipt um strengi í 45 ár! Ég veit til þess að hann eigi varasett af strengjum en varastrengirnir eru jafngamlir bassanum, bara ónotaðir! Það er helst að það sé hægt að líkja honum við fiðlubassann hans Pauls, nema það var víst meira leikfangabassi, þessi er alvöru.


Synd, alltaf gaman af Live Aid tónleikum.

images-2Og ekki verra ef þeir væru í bakgarðinum hjá manni. Hefði nú alveg lagt leiðina á Miklatún að sjá Phil Collins. Var það ekki hann sem birtist bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi á Live  Aid? Brunaði á milli heimsálfa til að fá gott spott í sjónvarpinu.Svínvirkaði!

 

Kalli 


mbl.is Hætt við Live Earthtónleika í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamfarapopp

millamambÉg las einhvern tíma í plötugagnrýni að það væri orðinn til flokkur hljómplatna sem væri kallaður Hamfarapopp í höfuðið á frumherja þeirrar greinar. Það eru plötur sem eru unnar í heimahljóðveri (home alone studio eins og Bo segir) og umslagið gjarnan hannað í paint eða photoshop lite, yfirleitt meira af vilja en færni. Jæja, nú er ég fallinn í þessa gryfju, búinn að hanna umslag Millaplötunnar í home alone tölvunni minni. Reyndar er þetta forljótt og mér segir svo hugur að drengirnir vilji heldur fá fagmann til verksins. 

Þetta minnir mig reyndar á einhver 80's plötuumslög íslensk en átta mig ekki á því hvaða verk það eru. 

 

Kalli

 


Nú er mál að við harmonikkuleikarar stöndum saman!

images-19Maður er alltaf snöggur að taka upp tólið og slá á lögguna þegar maður sér erlenda hljóðfæraleikara að trana sér fram.Whistling

Kalli

 


mbl.is Átta rúmenskir harmonikkuleikarar sendir suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg slys

images-18Hvað ætli sé góð íslenska yfir hugtakið "happy accident" ? Það er skynsamlegt, hvort sem maður er að gera tónlist eða spila ballskák að skilja eftir pláss fyrir slysin, leyfa örlögunum að spila með. Nú er ég bara að reyna að breiða yfir eigin klaufaskap.

 VARÚÐ, TÆKJATAL OG NÖRDISMI!! 

 Við upptökur á hristum ýmis konar var ég með nokkra hljóðnema til að prófa hverjir kæmu best út. Ég endaði með því að nota einn ákveðinn, nefnilega  Gefell m300 afar skemmtilegur með keramik kapsúlu. Við vorum búnir að hrista í nokkur lög þegar ég allt í einu átta mig á að eitthvað er skrítið í gangi. Þegar ég fer að athuga þetta betur  þá er alls ekki hljóðneminn í gangi sem Sigtryggur stendur við heldur annar eins, hinu megin í upptökusalnum.  Þannig að hann hefur ekki bara tekið upp hristurnar heldur hljóminn í upptökusalnum með. En þar af leiðandi hljómaði þetta allt stórt og mikið og afar hlýlegt. Takið eftir þessu þegar platan kemur út. Stórt, hlýtt og mikið pláss á hristunum.

 Kalli 


Trommutrukkur

picture035Hér yfirgefur Sigtryggur Snjóhúsið með slagverk og bumbur eftir erfiðan trommudag.

 

Kalli

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband