LOVE

ÁstMikið ofboðslega er "nýja" Bítlaplatan góð. Hljómurinn er svo skýr og samt svo hlýr. Alls konar hlutir sem að maður heyrir vel í fyrsta skipti. Og stemningin er svo þægileg. Kæruleysisleg. Ég er eiginlega ekkert fúll út í þá Martin feðga að hafa farið í segulböndin og mixað saman lögin. Eini gallinn er að eftir nokkrar hlustanir finnst manni þetta vera réttu útgáfurnar en þær upprunalegu verða skrítnar þegar maður hlustar á þær. Nú væri gott að fá Bítlaplöturnar á geisladiskum þar sem farið er vandlega ofan í saumana á hljómnum, þar sem þær væru endurhljóðblandaðar. Ekki bara remasteraðar (ég veit; endurhljómjafnaðar). Alveg eins og í gamla daga. Bara betra. 

 

Kalli

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband