Ég stóðst ekki mátið þegar ég gekk inn í plötubúð í dag og sá nýju Bjarkarplötuna. Það sem ég hafði heyrt af henni var gríðar hressandi (eins og Barði myndi segja). Og ekki var það til að eyðileggja fyrir að þetta var takmarkað lúxus upplag með dvd diski með surround útgáfum. Maður getur skellt því í dvd tækið í stofunni og hlustað á plötuna í heimabíókerfinu. Koma þá hin undarlegustu hljóð úr öllum áttum. Svo að ég keypti hana. Þetta er flott plata og lögin eru í lengri kantinum, upp í 7 og hálfa mínútu. Yrði nú eitthvað sagt í útvarpinu ef maður kæmi með nýtt Millalag sem væri yfir sjö mínútur á lengd. "Gætuð þið ekki stytt þetta um helming"? Í þessa gryfju fellur maður alltaf, að hugsa hvað útvarpsmaðurinn segir. Eins og það skipti máli. En það skiptir reyndar máli. Því að maður vill að tónlistin nái í útvarpið. Björk þarf kannski ekki að hafa jafn miklar áhyggur af því og ýmsir aðrir. Þess vegna er hún snillingur. En platan er fín. Auðveldari í hlustun en Medúlla ("þar sem ég skrifaði nú þó nokkrar kórútsetningar" bætti hann við stoltur). Skrítið að byggja hana svona mikið á 10 manna brassbandi. Hvernig fær hún þessar hugmyndir? Eða kannski frekar, hvar finnur hún hugrekkið til að hrinda þeim í framkvæmd? Þetta var ekki hnitmiðuð né fókuseruð bloggfærsla. En grillið er orðið heitt.
Kalli
Flokkur: Bloggar | 11.5.2007 | 18:06 (breytt kl. 22:21) | Facebook
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.