Merkilegt!

Frá tökustaðEr viss um að þar er að finna yndislegustu kvonföng eins og annars staðar. Og nú vona ég af öllu hjarta að enginn bloggi um þessa frétt með þeirri fyrirsögn að stúlkurnir frá Taílandi séu svo einstaklega tælandi. Það er ekki fyndið! Annars varð það mér hvatning að tengja þessa bloggfærslu við þessa frétt að meðan ég var að lesa hana var ég með tónlist á random í iTunesinu mínu í tölvunni. Og þar sem ég les fréttina brestur á lagið Sól á síðdegi með Milljónamæringunum. Það er eina lagið sem Millarnir hafa gert myndband við. Og það var tekið í Taílandi. 

Davíð bróðir minn fór þangað í útskriftarferð úr HR. Með í för var góður vinur hans, Helgi Már Erlingsson sem er kvikmyndargerðarmaður. Þeir tóku að sér að gera myndband við lagið. Mátti ekki kosta krónu. Helst að fá einhverja hljómsveit inn á bar til að mæma það. Það væri best. En þeir leigðu sé opinn jeppa og keyrðu upp í sveit með litla vídeótökuvél og gerðu glæsilegt myndband:

Davíð er að keyra í eyðimörkinni og í útvarpinu má greina upphafstóna lagsins. Bíllinn verður bensínlaus. Hann yfirgefur bílinn og lagið byrjar fyrir alvöru. Við fylgjumst með honum berjast til byggða. Kemur í smábæ. Þar er spyr hann til leiðar og er vísað á krá. Sest þar inn og fær sér tekíla. Kemur þá auga á karokítæki í horninu. Fer upp, velur lag og fer að syngja. Vill svo til að lagið er Sól á síðdegi. Á karókískjánum eru Millarnir að spila lagið og textinn rúllar yfir skjáinn. Þegar hér er komið við sögu er komið að sólói og við sökkvum inn í sjónvarpið og fylgjumst með hljómsveitinni.

Þegar sólói lýkur er Bjarni Ara mættur að syngja með hljómsveitinni (við erum ennþá inni í karókískjánum.) Allt í einu vafrar Davíð inn í hljómsveitarsettið, Bjarni tekur á móti honum og setur hattinn sinn á hausinn á Davíð og þeir syngja þarna saman síðast viðlagið. Svo lýkur laginu og Davíð hrekkur upp. Hann er þá staddur í jeppanum þar sem hann varð bensínlaus. Í útvarpinu er verið að afkynna lagið á spænsku (þetta á að gerast í suður-Ameríku). Dolly back, fade to black.

Ég þarf að setja þetta skemmtilega myndband hérna inn á bloggið.  Helgi kvikmyndagerðarmaður lagði mikla alúð í að klippa myndbandið þegar heim var komið og að leggja filtera yfir til að gera þetta sem filmulegast. Ansi fagmannlega unnið. Margir hafa spurt mig hvort við hefðum farið til Spánar að taka þetta upp. Bestu meðmæli. Millatökurnar fóru fram í Vesturporti og skeytt inn í Taílandstökurnar eftir á. 

 

Kalli 


mbl.is Æ fleiri danskir karlar kvænast til Taílands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband