Ég var orðinn illa haldinn af þéttbýlisþreytu í gær. Var búinn að vera rúmlega viku í bænum án þess að komast burt til að anda. Bassaupptökur fyrir Millaplötuna framundan. Veðrið var líka þannig að það dró mig til fjalla. Tært fjallaloft er besti undirbúningur sem til er fyrir stúdíóvinnu. Eða aðra vinnu. Eða hreinlega hvað sem er. Ég tróð nesti og myndavél í bakpoka, henti skíðunum inn í bíl og keyrði í austurátt. Sá girnilegan snjó í Botnssúlum og sogaðist þangað. Þetta varð að þriggja klukkutíma fjallgöngu við frekar erfiðar aðstæður. Urð og grjót, upp í mót. Með bakpokann og skíðin á bakinu. Það var samt fullkomlega erfiðisins virði. Ferðin niður var svo heldur fljótlegri! Það kom mér reyndar nokkuð á óvart hvað það voru fáir skíðamenn í brekkunum.
Rétt er svona í lokin að vitna í bóndann úr Landeyjunum sem var búinn að dvelja daglangt á Hvolsvelli:
Ég illa er haldinn af þéttbýlisþreytu.
Hún þröngvar sér inn í mig og ykkur öll.
Ég lýg því nú ekki, en lækning við streitu
í Landeyjum felst í að ganga á fjöll.
Birgir
Flokkur: Bloggar | 16.5.2007 | 00:56 (breytt kl. 01:45) | Facebook
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki til betri lækning við streitu en tært og ferskt útiloftið. Að fara út að skokka í klukkutíma læknar kvíðaköst og þungan huga.
Ætla á Esjuna fljótlega..en ekki fyrr en prófin eru ALVEG búin. Viltu vera memm?
Ester Júlía, 16.5.2007 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.