Færsluflokkur: Bloggar

Almáttugur, var hún ekki hálshöggvin?

næsti, gjörið svo vel!Skyldi Scarlet vita af þessu? Annars hefur maður nú heyrt af því að ríka og fræga fólkið noti staðgengla í dag.

 

Kalli 


mbl.is Scarlett leikur Maríu Stúart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að semja saman; Lennon McCartney

John og Paul, þó ekki JonesÞað er afar athyglisvert að skoða hvað ég næ að tengja Bítlana mörgum greinum hér inn á Millablogginu. Þetta er eitthvað sem siglir grunnt í undirmeðvitundinni. Bara þessi fyrirsögn. Ég ætlaði alls ekkert að fara að skrifa um Bítlana. Oh, well. Here goes. 

Ég held að ég hafi verið að semja lög síðan ég var 6 ára. Þegar ég var kominn í "gaggó" (aldrei kunnað við þetta orð) eignaðist ég félaga í hinum bekknum sem var að grúska í hljómfræði. Þetta var eitthvað sem við gátum talað um allan daginn, í frímínútum og hvar sem er. Ég hefði aldrei náð tökum á þessu fyrirbæri vel nema fyrir þetta, að við gátum gert þetta hluta af hversdeginum okkar. Hljómfræðin er nefnilega tæki til að tala um ákveðin hluta tónlistar. Til að geta tjáð sig um hana án þess að leika tóndæmi. Sparar mikinn tíma. Og síðan þá hef ég samið mikið með þessum tiltekna vini mínum. Við náum vel saman í tónlistinni, við höfum engar stjarnfræðilegar væntingar né þurfum við sérstakt tilefni, stundum koma ekkert sérstök lög en það er þá alltaf tilraunarinnar virði og alltaf gaman.

En yfirleitt hef ég samið lögin mín einn. Stundum hafa textahöfundar samið ljóðin. Oft án þess að ég skipti mér af og stundum heyri ég ekki textann fyrr en platan er komin út. En ef ég er að vinna að plötunni hef ég mikla skoðun á því hvernig textinn á að vera. Og ef ég geri hann ekki sjálfur þá er voðalega fínt að Bragi Valdimar skrifi hann. Hann hefur lengi samið texta fyrir mig og það er mjög þægilegt samstarf. Ég gef honum stutta lýsingu á því hvert mér finnst textinn eiga að fara. T.d: þetta á að vera eins og upp úr skáldsögu hjá Raymond Chandler. (Skuggi, RB og Millarnir) Og svo  skjótum við honum á milli þangað til við erum báðir ánægðir. Anna mín hefur líka gert texta fyrir mig og þeir eru náttúrulega frábærir (Paradísarbíóið, Óskar Pétursson; Leiðin til þín, Matti Matt).

Ég var fenginn til að semja tónlist á plötu í samvinnu við annan tónlistarmann, Pétur Ben. Það var spennandi að vera teflt svona saman við einhvern án þess að vita mjög mikið um hann. Ég þekkti hann sem gítarleikara en hafði ekki heyrt tónlist eftir hann. Við náðum vel saman og sömdum allt öðruvísi tónlist en við gerum venjulega, þ.e. hvor í sínu horni.  Hann er snillingur.

Þetta er algengt í útlandinu að fólk sé að semja saman. Margir sem eru á publishing samning eru sendir í lagsmíðavinnubúðir af fyrirtækinu sínu til að hitta aðra, prófa að semja eitthvað og sjá hvað kemur. En þessi menning er svo sem ekki fyrir hendi hér. Þess vegna er svo frábært að prófa þetta.

Mér datt þetta í hug vegna þess að tónlistarmaður sem ég þekki var af fyrra bragði að spyrja mig hvort við ættum ekki að semja saman. Ég þurfti ekki að hugsa mig um. Svarið var já.

Sem minnir mig á sögu af Birni Jörundi. Ég nenni ekki að segja hana hér og nú. Kannski er hún ekkert fyndin eða athygllisverð í skrifuðu máli. en pönslænið er "Svarið er nei!" Var að biðja hann um texta við lag eftir mig. Á plötunni hans Jónsa. Skrifaði hann bara sjálfur. 

 

Kalli 


Tindurinn tælir

Brad Nagay?Mikið af fréttum um Everest um þessar mundir. Í fyrradag var frétt um mann sem náði á tindinn í 32. skipti. Ég hugsaði með mér að það væri kannski fréttnæmt í 10. skipti og 20. skipti. Svona eins og afmæli. 30 ára afmæli er merkilegt. 32ja er ekkert spes. En svo náttúrulega setur svona maður heimsmet í hvert skipti sem hann kemst á tindinn. Þannig að næst verður það frétt líka. Sambærilegt við elsta mann í heimi. Í hvert sinn sem að hann á afmæli þá setur hann met. 

Það hafa 2000 manns komist á tindinn síðan það var fyrst gert árið 1953. Sumir oftar en einu sinni eins og komið hefur fram. Og 200 farist við að reyna. Slæmt hlutfall. En þetta gerir það spennandi. 1 af hverjum 10 ykkar mun láta lífið við að reyna að komast hérna upp. Góða ferð og gangi ykkur vel. Ég vona að þetta sé ekki fjölskyldufólk sem er að bagsa við þetta.

 

Kalli 


mbl.is Tveir Kóreumenn fórust á Everest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var lagið!

Alltaf herzGlæsilegur árangur Bjarkar. Hún gæti auðveldlega hafa náð þessu áður ef hún vildi. En það er ekki takmark hjá henni að komast sem efst á sölulista. Nei, hún gefur yfirleitt út þessar undarlegu plötur sem virðast búa inni í hausnum hennar. En þegar hún er í stuði til að gera einfaldara danspopp þá kætist útgáfufyrirtækið. 

Annars er búið að eyðileggja þessa fyrirsögn mína fyrir mér. Veit ekki af hverju.

Kalli 


mbl.is Besti árangur Íslendings á bandaríska listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegt plötuumslag

Rebekka? nei, formaikaVoðalegt að heyra af óförum Rebekku. Fín mynd með fréttinni. Kannski er þetta hugmynd að Millaplötuumslagi? Huldukona í dulúðlegu landslagi. Er er þetta kannski meira prog-rokk umslag? Eða jafnvel panflauta? Nei, ansk, fínar myndir sem hún gerir, Rebekka. Dáldið uppstilltar. Þannig vill hún hafa það. Millarnir í panflautuútsetningum, þarna er komin bissnishugmynd. Nego Jose, Marsbúatjatja og Smells like teen spirit í róandi útsetningum eftir erfiðan dag. Fara í samstarf við Bláa lónið og láta fylgja með pakka af leir af botni lónsins. Farðu í þitt eigið Bláa lón í baðkarinu heima með strákana úr Millunum að leika fyrir þig eftirlætis lögin. Á panflautur. Birgir á bassapanflautu. Bogomil hristir flautur og slær á þær og töfrar fram hljóð sem þú vissir ekki að byggju í þessum fornu hljóðfærum. Jóel og Einar sjá um sópran og alt flautur. Kalli leikur afar sannfærandi panflautuhljóma úr DX7 hljóðgerfli sínum. Tónlist á mörkum raunveruleikans. Er þetta draumur eða veruleiki. Hvort heldur sem er getur þú núna fengið þitt eigið eintak ásamt krukku af blautum leir með fallega bláu litarefni í baðið á 1090 krónur. MambóPan. Kannski ekki besta slökunarplata á Íslandi en örugglega með þeim ódýrari. En ég vona að Rebekka uppskeri réttlæti í þessu máli. Og þó að vondu kallarnir komist upp með þetta að hún hljóti frægð og frama í kjölfarið á fjaðrafokinu. Kalli
mbl.is Stela íslenskum myndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af þéttbýlisþreytu og fjallgöngu

Ég var orðinn illa haldinn af þéttbýlisþreytu í gær. Var búinn að vera rúmlega viku í bænum án þess að komast burt til að anda.  Bassaupptökur fyrir Millaplötuna framundan. Veðrið var líka þannig að það dró mig til fjalla. Tært fjallaloft er besti undirbúningur sem til er fyrir stúdíóvinnu. Eða aðra vinnu. Eða hreinlega hvað sem er. Ég tróð nesti og myndavél í bakpoka, henti skíðunum inn í bíl og keyrði í austurátt. Sá girnilegan snjó í Botnssúlum og sogaðist þangað. Þetta varð að þriggja klukkutíma fjallgöngu við frekar erfiðar aðstæður. Urð og grjót, upp í mót. Með bakpokann og skíðin á bakinu. SkíðiÞað var samt fullkomlega erfiðisins virði. Ferðin niður var svo heldur fljótlegri!  Það kom mér reyndar nokkuð á óvart hvað það voru fáir skíðamenn í brekkunum.

Rétt er svona í lokin að vitna í bóndann úr Landeyjunum sem var búinn að dvelja daglangt á Hvolsvelli:

Ég illa er haldinn af þéttbýlisþreytu.

Hún þröngvar sér inn í mig og ykkur öll.

Ég lýg því nú ekki, en lækning við streitu

í Landeyjum felst í að ganga á fjöll.

 Birgir

Líttu í eigin barm, Richard

Fataðist flugiðHáttvirtur þingmaður ætti að byrja á því að beita sér fyrir vandaðri framlögum Bretlands til söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva.Góð bresk lög hafa verið (svo ég muni eftir, ég hef fylgst með keppninni annað veifið en ég er ekki geðveikur, sko):

Love shine a light (stolið frá óskarsverðlaunalaginu Let the river run),Making your mind up, Save you kisses for me, Congratulations og Puppet on a string. 5 lög frá 1967-1997. Og 10 ár síðan síðast.

Kannski einhver sem ég er að gleyma. Svo er þetta nú smekksatriði. En kæri herra Young-Ross. Come on. Senda betri lög. Af hverju fékk Morrisey ekki að fara? Þingmaður "frjálslyndra" Aha..

 

Kalli 


mbl.is Breskur þingmaður krefst þess að Evróvisjón-kosningunni verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt!

Frá tökustaðEr viss um að þar er að finna yndislegustu kvonföng eins og annars staðar. Og nú vona ég af öllu hjarta að enginn bloggi um þessa frétt með þeirri fyrirsögn að stúlkurnir frá Taílandi séu svo einstaklega tælandi. Það er ekki fyndið! Annars varð það mér hvatning að tengja þessa bloggfærslu við þessa frétt að meðan ég var að lesa hana var ég með tónlist á random í iTunesinu mínu í tölvunni. Og þar sem ég les fréttina brestur á lagið Sól á síðdegi með Milljónamæringunum. Það er eina lagið sem Millarnir hafa gert myndband við. Og það var tekið í Taílandi. 

Davíð bróðir minn fór þangað í útskriftarferð úr HR. Með í för var góður vinur hans, Helgi Már Erlingsson sem er kvikmyndargerðarmaður. Þeir tóku að sér að gera myndband við lagið. Mátti ekki kosta krónu. Helst að fá einhverja hljómsveit inn á bar til að mæma það. Það væri best. En þeir leigðu sé opinn jeppa og keyrðu upp í sveit með litla vídeótökuvél og gerðu glæsilegt myndband:

Davíð er að keyra í eyðimörkinni og í útvarpinu má greina upphafstóna lagsins. Bíllinn verður bensínlaus. Hann yfirgefur bílinn og lagið byrjar fyrir alvöru. Við fylgjumst með honum berjast til byggða. Kemur í smábæ. Þar er spyr hann til leiðar og er vísað á krá. Sest þar inn og fær sér tekíla. Kemur þá auga á karokítæki í horninu. Fer upp, velur lag og fer að syngja. Vill svo til að lagið er Sól á síðdegi. Á karókískjánum eru Millarnir að spila lagið og textinn rúllar yfir skjáinn. Þegar hér er komið við sögu er komið að sólói og við sökkvum inn í sjónvarpið og fylgjumst með hljómsveitinni.

Þegar sólói lýkur er Bjarni Ara mættur að syngja með hljómsveitinni (við erum ennþá inni í karókískjánum.) Allt í einu vafrar Davíð inn í hljómsveitarsettið, Bjarni tekur á móti honum og setur hattinn sinn á hausinn á Davíð og þeir syngja þarna saman síðast viðlagið. Svo lýkur laginu og Davíð hrekkur upp. Hann er þá staddur í jeppanum þar sem hann varð bensínlaus. Í útvarpinu er verið að afkynna lagið á spænsku (þetta á að gerast í suður-Ameríku). Dolly back, fade to black.

Ég þarf að setja þetta skemmtilega myndband hérna inn á bloggið.  Helgi kvikmyndagerðarmaður lagði mikla alúð í að klippa myndbandið þegar heim var komið og að leggja filtera yfir til að gera þetta sem filmulegast. Ansi fagmannlega unnið. Margir hafa spurt mig hvort við hefðum farið til Spánar að taka þetta upp. Bestu meðmæli. Millatökurnar fóru fram í Vesturporti og skeytt inn í Taílandstökurnar eftir á. 

 

Kalli 


mbl.is Æ fleiri danskir karlar kvænast til Taílands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langamma

maradonna með nýja dvd spilarannSoffía Loren er jafngömul langömmu barnanna minna. En ef þetta hjálpar Napoli eitthvað þá er það náttúrulega frábært. Ég man eftir að hafa haldið með Napoli. Það var þegar Maradonna spilaði með liðinu á níunda áratugnum. Hann er 26 árum yngri en Soffía. Væri nær að hann fækkaði fötum. Og þó. 

 

Kalli 


mbl.is Sophia Loren lofar að fækka fötum komist Napoli í úrvalsdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugverkföll eru hræðileg

misstu af vélinniHluti Milljónamæringanna var í Brussel á dögunum að leika fyrir hanastélsdrykkju. Áttum flug nokkuð snemma morguninn eftir ráðningu. Logandi af heimþrá blæddi ég í sólarhringsaðgang að netinu upp á herbergi í 5 stjörnuherbergi okkar á Plaza hótelinu í miðbæ Brussu. Fór inn á mbl.is og sá þar mér til skelfingar að verkföll hjá SAS væri að riðla áætlun þeirra. Bíddu, erum við ekki að fljúga með SAS í fyrramálið? Úps. fór inn á net flugvallar. Jú, flugi aflýst.

Síðan hófst nokkurra klukkustunda barátta að finna leið heim. Við vorum komnir í það að fljúga til Amsterdam, þaðan til London, gista þar eina nótt og ná svo flugi heim. Taka lest hingað og flugvél þangað og alls kyns kúnstir. Gallinn var sá að við áttum flug heim frá Köben með Iceland Express. SAS átti bara að fljúga okkur frá Belgíu og til Köben. Þannig að þar biðu miðar til Íslands. 

Jæja, við vissum af flugi til Köben kl 7 um morguninn sem virtist næstum uppselt í. Ekki var hægt að kaupa miða á neti og skrifstofan opnaði ekki fyrr en 5 um morgun. Þannig að annað hvort var að taka leigubíl út á flugvöll að næturlagi upp á von og óvon, tjekka okkur út af hótelinu og brenna brýr, eða að eyða 2 sólahringum í ferðalög til að komast heim en ná þá kannski smá nætursvefni. Við ákváðum á síðustu stundu að reyna. Pakka, tjekka út, kalla á taxa og bruna á flugvöll ósofnir og flottir. Sem betur fer.Náðum flugi og allt blessaðist. 

Dæmigert fyrir gigg í útlöndum. Maður heldur að það verði slappað af, spilað létt gigg, farið út að borða, nokkrir öl, sofið frameftir. En svo endar þetta þannig að maður kemur úrvinda heim og þarf hálfa viku að jafna sig eftir lætin.  Öl er böl. En flugverkföll eru lykill að forgarði helvítis.

Kalli 


mbl.is Flugmenn Sterling hóta verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband