Færsluflokkur: Bloggar
Ég vissi ekki að Tinni væri einu sinni þekktur þarna vestra í Hollywood. En þetta er frábært. Úr einu epísku snilldarverkinu í annað. Og er þá John Williams með tónlistina ? Hvað ætli hann sé eiginlega orðinn gamall? Ætli hann geti vippað fram eins og einu glaðlegu Tinnastefi ennþá? Tjah, spurt er. Og hver leikur Tinna? Einhver ungur og óþekktur ? Spurningarnar. Efinn. Mambó. Birgir á leiðinni með bassann á bakinu.
Kalli
Spielberg og Jackson boða myndir um Tinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.5.2007 | 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, þær mættu fleiri hafa slíka ofurtrú á dætrum sínum eins og mamma Mariju. Ég sé annars fyrir mér að þær hefðu ekki ræðst mikið við ef hún hefði ekki unnið. Annars var merkilegt hvernig Evrópa gat sammælst um Mariju sem sigurvegara, þar mættust austrið og vestrið. Annars var þetta ekkert æðislegt lag. Svona allt í lagi bara.
Kalli
Veðjaði aleigunni á sigur dóttur sinnar í Evróvisjón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.5.2007 | 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hmm, ætli þetta sé orðrétt eftir forsætisráðherra? Ekki bezta ízlenskan. Ég gizka á að fyrirsögnin verði leiðrétt og þessi færzla um fréttina líti út eins og hálfviti.
afsakið zeturnar. Eitthvað svo sybbinn.
Kalli
----------
Breytt: Jú, þeir voru ekki lengi að laga þetta. Samt ekki góð fyrirsögn. Aðeins úr samhengi. Hvað um það, ég er með ás í erminni, get samt nýtt þessa færslu: Finnst fleirum en mér forsætisráðherrann okkar líkur þessari góðlegu persónu úr Þytur í laufi þáttunum ?
Geir: Sérstök ákvörðun ef stjórnarsamstarfið heldur ekki áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.5.2007 | 19:37 (breytt kl. 19:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér var bent á að Smells like teen spirit útgáfan sem við gerðum með Ragga væri altöluð úti í alheimi. Svo ég brá mér á gúggl í smástund. Ég fann endalausar umsagnir og hlekki inn á lagið. Mjög ánægjulegt. Verst að við erum ekki með neitt á ensku á nýju plötunni sem gæti fylgt þessari velgengni eftir erlendis. Ég útsetti reyndar Army of me fyrir Ragga fyrir nokkrum árum í gríðarlega upbeat útgáfu fyrir plötu sem við Raggi vorum næstum búnir að gera. En maður er einhvern veginn búinn að spila þessu spili út. En þetta segja netverjar:
I can't resist the temptation to plemp a whole lot of links for my first tunesday, but can account for it because they're all "Smell Like Teen Spirit" covers. The fact that it fits nicely with the stenende Nirvana torrent a couple of posts down is mooi meegenomen. Well... without further ado: Ragnar Bjarnason is the most listenable of these.
http://www.ochblog.com
Ragnar Bjarnason Smell like teen spirit
Je ne connais absolument rien sur Ragnar Bjarnason, et le peu que jai pu apprendre sur lui cest quil est musicien de jazz et islandais. Mais surtout il a commis quelque chose qui fera grincer des dents les fans de Nirvana sans humour. Une version latino allez, je vais dire salsa, même si je ny connais rien- avec des cuivres comme sil en pleuvait, du marimba et des percussions . Autant dire que ce que cest aussi grunge quun single de Britney Spears. Et pourtant cest à mourir de rire et la réorchestration est fantastique. Difficile de résister à ce rythme dansant et à la voix du chanteur. Un pur moment de rire, vraiment.
http://www.traulever.net/egomanes
Icelandic crooner Ragnar Bjarnason did a jazzy-loungy-trippy cover of Smells Like Teen Spirit that is fantastic. There's nothing clever or ironic about it (unlike Steve&Edie and Paul Anka); he clearly loves the song, he just has his own spin to give it.
http://ask.metafilter.com
# Smells Like Teen Spirit - Ragnar Bjarnason. I'm not fooling around, this version is one of the few songs that always brings me joy, no matter what. The other? The Commodore's Brick House.
http://dullard.blogspot.com
My favorites are Milton Berle's rendition of "Yellow Submarine", Dolly Parton's "Stairway to Heaven" performance and some dude named Ragnar Bjarnason's take an upbeat, callypso (?) version of "Smells Like Teen Spirit."
http://www.joegrossberg.com
Ragnar Bjarnason's Smells Like Teen Spirit is indescribably wonderful.
Ragnar Bjarnason (1.6 MB) If I could only have one piece of music on a desert island, it would be this. But I would probably kill myself after two weeks
www.aprilwinchell
"Teen Spirit" really seems to appeal to lounge artists, probably because they think doing a grunge song makes them hip, cool, and ironic. I picked this song because I like the horn arrangement.
http://www.coverfreak.com/archives/2006_12.html
Kalli
Bloggar | 14.5.2007 | 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er býsna langur tími í tryggingarbransanum. Ég vissi ekki að hann væri svona gamall, bransinn. Mér finnst skemmtilegt hvernig það er orðað : Þeir hafa 300 ára reynslu af undarlegum tryggingum og nefna fingurna á Keith Richards. Jú sennilega hafa þeir verið tryggðir í um 300 ár.
Kalli
Bros Ljótu Betty tryggt fyrir 640 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.5.2007 | 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er lag. Ég búinn að vera latur og kominn tími á að keyra áfram þessa plötu. Ef hún á að koma út í sumar. Svo er von á Birgi á morgun í meiri bassa. Mér datt í hug nafn á plötuna: "Mambó. Eða eitthvað"
Kalli
Bloggar | 14.5.2007 | 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annars er eitthvað kunnulegt við þetta plott. Fatafella sem báðir fæturnir eru teknir af. Boxing Helena einhver? Það þarf nú örugglega meiri leikhæfileika til að leika án fóta. En minni leikhæfileikar án fata koma ekki að sök. Bíddu, datt í hug 5 aura brandari.. Fatafella sem báðir fæturnir eru teknir af, er það þá ekki fótafella? Úps..
Kalli
Lohan fellst á kynlífssenu til að sanna leikhæfileika sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.5.2007 | 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eða sko ekki bjargaði henni en hefur kryddað hana vel. Mér hefur þótt þessi keppni frekar slök síðan 1986. Sennilega af því að tónlistarsmekkur minn hefur mótast og þroskast. Kannski var hún alltaf slök. Maður getur samt sett sig í einhvern eurovision gír og látið heillast af stemningunni. Stundum eru líka ágæt lög inn á milli. Mér fannst franska lagið gott.Var einn um það held ég. En mér finnst hún hafa batnað með auknum fjölda austur -Evrópulaga. Þó þau séu ekki öll í Lennon McCartney flokki.
Kannski er það rétt hjá Eiríki að við ættum ekki að skipta Evrópu í 2 svæði heldur senda betri lög. Makedónía var með lag í 7/8, aldrei heyrt þá takttegund áður í eurovision. Kannski ættum við að senda Krummi svaf í klettagjá næst. Og syngja það á rússnesku.
Kalli
Vill ekki skipta Evrópu í tvennt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.5.2007 | 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sikileysku mömmurnar. Ég var á Sikiley í vetur í nokkra mánuði með fjölskyldunni. Nei ekki "fjölskyldunni"! Fróði var í kaþólskum skóla sem var rekinn af nunnum. Þannig að maður kynntist nú alveg sikileysku mömmunum. Samfélagið þarna er dálítið mömmurekið. Þeir ráða kannski Mafíunni en þegar þeir koma heim þá ráða þær. Þær eru fjarska duglegar og hafa mikið fyrir hlutunum. Og enginn treður þeim um tær. Sjaldgæft samt held ég að strákar flýji heimilin. Yfirleitt að þeir séu miklir mömmustrákar.
Kalli
Kaus fremur fangelsi en þrasið í mömmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.5.2007 | 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég byrjaði að fylgjast með F1 í sjónvarpinu, eftir að RUV missti enska boltann og varð að finna eitthvað annað þá laðaðist ég snemma að Michael Schumacher. Hann var djarfur, ósvífinn og góður. Enda var aðeins einn sem gat raunverulega haldið í við hann, Finninn Häkkinen. Finninn missti neistann og hætti skömmu síðar. Eftir það var einstefna á brautinni. Tjah, þessi samlíking gengur ekki. Það er alltaf einstefna á brautinni. En allavega var það Schumacher sem átti keppnina og enginn átti í neinu tré við hann. Svo að maður hætti að nenna að fylgjast með. Síðan þá hef ég gert nokkrar tilraunir til að byrja aftur að horfa en formúlan hefur ekki náð að fanga áhuga minn aftur. En nú virðist eitthvað vera að gerast. Verst að nú er sjónvarpið er búið að missa formúluna. Þeir verða að finna eitthvað annað.
Kalli
Hamilton stefnir á sigur í Mónakó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.5.2007 | 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar