Hvað varð um gömlu Spiderman myndirnar?

Vísaðu mér á berjamóÉg man þegar ég var lítill fór ég að sjá Kóngulóarmanninn í Stjörnubíói. Mér er í fersku minni hvernig hann pósaði uppi á þökunum á meðan hann leit í kringum sig áður en hann hljóp á næsta stað. Og mig rámar í perralegan wah-wah gítar. En ekkert mikið meira. Eru þessar myndir ófáanlegar í dag? Eða var bara ein gerð? Mig grunar að þessar myndir hefðu ótvírætt skemmtigildi í dag. Ekki ósvipað gömlu þáttunum um Leðurblökumanninn og hina jákvæðu hjálparhellu hans, Þröst.

 

Kalli


mbl.is Köngulóarmaðurinn enn á toppnum vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Myndin sem sýnd var í Stjörnubíó var ein af þremur sjónvarpsmyndum um Spider-Man. Aðalhlutverkið lék Nicholas Hammond, en nánari upplýsingar um fyrstu myndina geturðu fundið hér á IMDB

Myndirnar um Spider-Man voru eftirtaldar:

The Amazing Spider-Man (1977) (TV)

Spider-Man Strikes Back (1978) (TV)

Spider-Man: The Dragon's Challenge (1979) (TV)

Og svo voru framleiddir 13 þættir, en Stan Lee var mjög á móti því hvernig farið var með sköpun hans í þessum þáttum. Samt er ég viss um að þetta hljóti að hafa ákveðið skemmtigildi fyrir algjöra bíónörda. :)

"The Amazing Spider-Man" (13 episodes)

... aka Spiderman
  1. The Deadly Dust: Part 1 (5 April 1978) 
  2. The Deadly Dust: Part 2 (12 April 1978) 
  3. The Curse of Rava (19 April 1978) 
  4. Night of the Clones (26 April 1978) 
  5. Escort to Danger (3 May 1978) 
  6. The Captive Tower (5 September 1978) 
  7. A Matter of State (12 September 1978)  
  8. The Con Caper (25 November 1978) 
  9. The Kirkwood Haunting (30 December 1978) 
  10. Photo Finish (7 February 1979) 
  11. Wolfpack (21 February 1979)
  12. The Chinese Web: Part 2 (6 July 1979) 
  13. The Chinese Web: Part 1 (6 July 1979) 

Ljóst er að ég get ekki verið stuttorður um þessa hluti. Ætli ég búi ekki bara til eins og eina bloggfærslu fyrst þetta er orðið svona mikið efni.

Hrannar Baldursson, 13.5.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Millablog

Takk fyrir þetta Hrannar. Nú er að finna þetta á DVD. Ég hlakka til að lesa blogfærsluna um þetta.

Kalli

Millablog, 13.5.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Greinin komin inn :)

Hrannar Baldursson, 13.5.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband