Færsluflokkur: Bloggar

Hvað varð um gömlu Spiderman myndirnar?

Vísaðu mér á berjamóÉg man þegar ég var lítill fór ég að sjá Kóngulóarmanninn í Stjörnubíói. Mér er í fersku minni hvernig hann pósaði uppi á þökunum á meðan hann leit í kringum sig áður en hann hljóp á næsta stað. Og mig rámar í perralegan wah-wah gítar. En ekkert mikið meira. Eru þessar myndir ófáanlegar í dag? Eða var bara ein gerð? Mig grunar að þessar myndir hefðu ótvírætt skemmtigildi í dag. Ekki ósvipað gömlu þáttunum um Leðurblökumanninn og hina jákvæðu hjálparhellu hans, Þröst.

 

Kalli


mbl.is Köngulóarmaðurinn enn á toppnum vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilviljun!

gift konaÉg er ekki með giftri konu. Ég er nú samt að spá í að bæta úr því.

kannski í október.

 

Kalli 


mbl.is Minogue ekki með kvæntum manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæja Spæja komin inn

uncle1Mæja komin í tónspilarann. Bond stælarnir að drepa mig. Ég spila trommur, fenderbassa, slagverk ýmis konar, telecaster , píanó og Rhodes. Svo syng ég nokkrar raddir með Ilmi. Ég setti tape effect á flestar rásir til að fá sem ellilegastan hljóm. Og baukaði með reverb og delay. Mixið er aðeins of döll, ég þyrfti að birta það aðeins. Annars er ég nokkuð sáttur. Þetta setur upp ærslafulla njósnarastemningu. Hlakka til að heyra hvað leikstjóranum finnst.

 

Kalli 


ahh, sunnudagur

sunnudagurSpennufallssunnudagur eftir aðdraganda kosninga og eurovision. Allt í einu er dúnalogn. Ég hef verið að skjóta píanóupptökum á frest. Anna er að klára BS verkefnið sitt og kemur því lítið heim til sín. Svo að ég reyni að  vera pabbi á meðan. Allavega um helgar og utan skrifstofutíma. Píanóin bíða stillt. Er þó búinn að vera að taka upp upphafsstefið í nýjum útvarpstrylli fyrir börn sem verður flutt í ágúst á RUV. Þetta er leikgerð Sigrúnar Eddu á sögu Herdísar Egilsdóttur, Mæju Spæju. Ég er að gera tónlist við þetta og ákvað af hafa þetta í klassískum 60's töffarastíl. Ilmur sem leikur Mæju er á leiðinni og ætlar að syngja tvær línur fyrir mig. Svo ætla ég að leka þessu á netið. Bíðið spennt. 

Annað sem ég er að glíma við er hvernig ég útset Ethel. Þetta er lag sem ég samdi 1993 held ég og Stebbi Hilmars ætlar að syngja á Millaplötunni. En ég hef átt þetta svo lengi í demó formi að það er erfitt að setja þetta allt í einu í Millabúning með brassi og svoleiðis. Hérna er brot úr demóinu gamla, set það í spilarann. Það var gert af vanefnum. Til dæmis eru trommurnar spilaðar á gamalt sófasett. Og bassinn á gítar því ég átti engan bassa. 

 

Kalli 


Karnivalstemning í bænum

Kjötið kvatt í RíóSannkölluð mambóstemning. Við Fróði skruppum í bæinn og sáum framhald sögunnar um risessuna. Umferðaröngþveiti, löggur á hverju strái, Geir Jón að stjórna umferð á horni Lækjargötu og Vonarstræti eins og persóna í Kardimommubænum, múgur og margmenni og tóm gleði. Og enginn stressaður yfir þessu. Allir brosandi í sólskinsskapi. Glæsileg sýningin með risabrúðunum og frönsku hljómsveitinni í vagninum. Menn voru sammála því að þetta væra allt saman voðalega óíslenskt (það er jákvætt, ekki eins og óamerískt í Bandaríkjunum). Það var þó helst norðan garrinn sem minnti mann á staðsetninguna.

Nýja Milljónamæringaplatan ómaði í hausnum á mér allan tímann. Laddi hringdi og vildi fá að fylgjast með hvað ég væri búinn að gera við nýja lagið hans. Kom á hann þegar ég sagði honum að við hefðum sett það í Ska búning. "Ska? Hvað er það?" Frændi reggísins svaraði ég. Sennilega ekki góð útskýring. Reggí er tónlist skakka mannsins. Ska er meira stuð. Ekki "stuð" samt. Talandi um ska, þegar maður stendur á ákveðnum stað norðan við strætóhúsið á Lækjartorgi og lítur austur til Íslensku óperunnar má lesa stórum stöfum: SKA ÓPERAN. Ég hef oft fantaserað um hvernig ska ópera hljómi...En semsagt Laddi.   Ég lofaði að senda honum það sem komið væri svo hann gæti lagt mat á það. Annars ákaflega óíslenskt evróvision í kvöld. Megi besta lagið vinna. Eða eitthvað.

Kalli 


mbl.is Margmenni í miðbæ Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jú, það er frábært..

record_player_for_the_blindÉg get ímyndað mér að Björk sé ánægð. Sennilega verður opnuð flaska af lífrænu sojakampavíni í kvöld. En ég skil samt ekki alveg hvernig fólk getur sætt sig við hljóminn á þessum iTunes skrám. Þetta er eins og að hala niður bíómyndum af netinu í staðinn fyrir að kaupa dvd diskinn. Reyndar er ég að taka djúpt í árinni, ég hlusta mikið á þjappaðar skrár af tölvunni minni (t.d. er ég búinn að hlaða Bjarkardisknum inn á tölvuna) en þegar ég ætla að HLUSTA á tónlist (með stórum stöfum) vil ég hafa diskinn. Eða plötuna. Þarf að setja upp plötuspilarann í stofunni sem fyrst. Annars, að gefnu tilefni vil ég benda á annað blog um tónleikaferð Bjarkar. Það er Jónas Sen sem heldur úti skemmtilegu bloggi daath.blog.is . Og annað, það er skrítið en ég hef aldrei getað keypt lag af iTunes. Fæ alltaf meldingu um að iStore sé ekki fáanleg á mínu svæði. Skrítið.

Kalli 


mbl.is Björk sú sem selur mest á iTunes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paul Simon

Paul, leikarinn skoÉg leyfi mér að hlekkja hér á Paul Simon þar sem hann flytur lag sitt It's been a long,long day innan um reiðinnar býsn af Prúðuleikurum. Hann syngur þetta og spilar undir hjá sjálfum sér og notar öll gítargripin sem hann kann og hefur ekkert fyrir því. Þetta er annars lag af plötunni One Trick Pony frá 1980 sem að er ein allra besta og örugglega vanmetnasta Paul Simon platan. Kannski af því að henni fylgdi bíómynd sem PS lék í og var hörmung. Þar lék hann tónlistarmann sem túrar og tekur upp plötur en gengur ekkert rosalega vel. Spenna í hjónabandinu sem og í hljómsveitinni. Hljómsveitin hans leikur líka í myndinni og er alveg þess virði að horfa á hana til að sjá senur með Steve Gadd, Richard Tee, Eric Gale og Tony Levin. Ef það er hljómsveit á himnum þá er þetta hún. Reyndar tveir þeirra lifandi ennþá. Sem er gott. Ekki misskilja, væri betra ef þeir væru allir á lífi. En þið vitið hvernig þetta er.

 

 Kalli 


Flottur bossi

flottur bassiFlottur bassi sem móðirin nýbakaða er með á myndinni. Er eins í laginu og Gibson Les Paul gítar en hefur tveimur strengjum færra. Gaman væri að heyra frá bassanördum hvaða fyrirbæri sé hér á ferð.

 

Kalli 

 afsakið ósjálfráða villu í fyrirsögn, kom einhver Ellý upp í mér.


mbl.is Sheryl Crow ættleiðir dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Scotty týndur í geimnum

tinniHljómar eins og texti eftir David Bowie. Stundum koma fréttir og maður hugsar: Einhver verður að semja um þetta texta eða jafnvel smásögu. Man ekki einhver eftir harmleiknum í kringum konungsfjölskylduna í Tíbet fyrir nokkrum árum. Nöfnin í þeim fréttum gerðu það að verkum að allt saman hljómaði eins og ævintýri úr 1001 nótt. Prinsinn varð geðveikur og þurrkaði út alla fjölskylduna í einni mínútu. Hljómar eins og plott úr Tinnabók (Blái lótussinn) þar sem sonur einnar persónunnar verður fyrir eiturpílu og er sífellt að reyna að "frelsa" fólk (og dýr, reyndar) með því að höggva það á háls. En semsagt, þeir týndu Scotty í geimnum.
mbl.is Scotty týndur eftir geimferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Volta í 5.1

heimabíó Ég stóðst ekki mátið þegar ég gekk inn í plötubúð í dag og sá nýju Bjarkarplötuna. Það sem ég hafði heyrt af henni var gríðar hressandi (eins og Barði myndi segja). Og ekki var það til að eyðileggja fyrir að þetta var takmarkað lúxus upplag með dvd diski með surround útgáfum. Maður getur skellt því í dvd tækið í stofunni og hlustað á plötuna í heimabíókerfinu. Koma þá hin undarlegustu hljóð úr öllum áttum. Svo að ég keypti hana. Þetta er flott plata og lögin eru í lengri kantinum, upp í 7 og hálfa mínútu. Yrði nú eitthvað sagt í útvarpinu ef maður kæmi með nýtt Millalag sem væri yfir sjö mínútur á lengd. "Gætuð þið ekki stytt þetta um helming"? Í þessa gryfju fellur maður alltaf, að hugsa hvað útvarpsmaðurinn segir. Eins og það skipti máli. En það skiptir reyndar máli. Því að maður vill að tónlistin nái í útvarpið. Björk þarf kannski ekki að hafa jafn miklar áhyggur af því og ýmsir aðrir. Þess vegna er hún snillingur. En platan er fín. Auðveldari í hlustun en Medúlla ("þar sem ég skrifaði nú þó nokkrar kórútsetningar" bætti hann við stoltur). Skrítið að byggja hana svona mikið á 10 manna brassbandi. Hvernig fær hún þessar hugmyndir? Eða kannski frekar, hvar finnur hún hugrekkið til að hrinda þeim í framkvæmd? Þetta var ekki hnitmiðuð né fókuseruð bloggfærsla. En grillið er orðið heitt.

 

Kalli

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband