Færsluflokkur: Bloggar
Og ég vona að fyrirkomulaginu verði breytt í Euvrovision fyrir næsta ár. Það hlýtur í raun að vera. Þó svo að mér sé sama um þessa keppni. Ég átti nefnilega tvö lög í forkeppninni 2003 og þau töpuðu bæði. Og ég er tapsár maður. En hver veit..þetta virðist vera fínasta partý. Og hvern langar ekki að fara til austur-Evrópu því að það eru líkur á að keppnin verði haldin þar að ári.
Athyglisvert að Peter sem keppti fyrir hönd dana kallar sig DQ sem stendur væntanlega fyrir drama-queen. Eða Dancing queen. Varla Dairy queen. Né Doctor's Quarters. En Don Quixote deilir þessum upphafsstöfum og einnig hann háði óvinnandi bardaga við vindmyllur. Tilviljun?
Kalli
Fleiri en Eiríkur ósáttir við svæðaskiptingu í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.5.2007 | 12:09 (breytt kl. 12:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er magnað. 17 ára strákur virðist hafa gert einhverja könnun upp á sitt einsdæmi á gömlu fólki.Hann prófaði að halda iPod upp að hjartagangráðum þess til þess að vita hvort það hefði hættuleg áhrif. Og í einu tilfelli náði hann meira að segja að stöðva hjartagangráðinn. Mér dettur í hug að hann hafi verið í aflýsingum á elliheimili og fengið þessa undarlegu hugmynd eða hreinlega verið með iPodinn sinn um hálsinn og þetta hafi óvart komið upp úr dúrnum þegar hann beygði sig yfir fólkið til að aðstoða það. Svo þegar hann hefur verið sakaður um að hafa næstum drepið einhvern þá hafi hann borið það fyrir sig að hann hafi verið að vinna að vísindalegri könnun, hripað eitthvað niður á blað og, eins og segir í fréttinni, sýnt hjartasérfræðingum þetta.
Tjah, þessir 17 ára strákar!
Kalli
Banvænn iPod? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.5.2007 | 11:03 (breytt kl. 11:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er einhver snillingur þarna á Mogganum sem er í því að dikta upp fyrirsagnir? Ekki sama hvernig átt er við þetta knappasta form íslenskrar tungu. Því svona fyrirsagnir geta ráðið úrslitum um hvort dagar verði góðir eða afleiddir. "Pink Floyd kom næstum því fram". Meistaraverk!
Kalli
Pink Floyd kom næstum því fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.5.2007 | 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eru einhverjar vikur í að Millaplatan klárist, okkur langar mikið til að hún komi út 17.júní, það er stefnan. Þó gæti það dregist um viku. En út skal hún í júní. Ég er farinn að kvíða því pínulítið að raða lögunum upp á hana. Það er nefnilega ekki alveg sama hvernig það er gert. Plötur geta virkað mjög mismunandi á fólk eftir því hvernig lögunum er raðað upp. Einhverjir halda því fram að platan sé dauð. Að fólk hlusti bara á eitt og eitt lag á slembivali á iPodi sínu. Má vera að einhverjir geri það. En ég vil gera plötu fyrir hina, sem setja hana á "fóninn" og hlusta í gegn. Eða bregða henni á í mannfögnuðum. Og þá er spurningin. Á að setja alla "hittarana" fremst ? Það hefur viðgengist í talsverðan tíma. Ég hef alltaf á tilfinningunni að það sé gert til að veiða kaupendur í plötubúðum sem fá að hlusta aðeins á diskinn áður en þeir gera upp hug sinn. 4 rosalega flott lög fremst (ég kaupi hann!) og síðan drasl aftast (hefði ekki átt að kaupa hann!).
Ég sakna vínylsins. Ég missti af honum. Ég spilaði inn á Rocky horror plötuna í MH uppfærslunni '91 en hef ekki stjórnað upptöku á plötu sem hefur komið út á vínyl. Þar virðast hafa gilt önnur lögmál. Þá var raðað upp tveimur hliðum. Fínt að geta raðað upp tveimur flottum hliðum með upphafi, miðju og niðurlagi. Fyrsta lag hvoru megin var gjarnan hittari. Oft endaði hlið eitt á frekar hugljúfu eða rólegu lagi. Svo byrjar hlið tvö á því að stemningin er endurvakin. Það var líka fleira sem menn þurftu að hugsa um í þá daga. Lög sem voru framarlega þoldu að hafa meiri bassa en hin sem höfðu þrengri skoru. Því of mikill bassi á vínyl gat valdið því að nálin þeyttist upp úr grófinni. Í dag er maður með eina stóra heild. Ég held að það sé erfiðara.
Það sem hjálpar okkur Milljónamæringunum aðeins er að það eru 5 söngvarar á plötunni. Auðvitað er best að þeir séu svolítið að skiptast á að syngja. Og ég tel ekki mikilvægt að troða mesta stuðinu fremst. Platan held ég að verði að vissu leyti brotthvarf til fyrstu Millanna þar sem að andrúmsloftið var afslappað. Það var stuð en afslappað stuð. Ekki reyna, bara spila. Gleði.
Halda áfram að taka upp bassa. Hitt kemur. Læt ykkur fylgjast með.
Kalli
Bloggar | 11.5.2007 | 09:17 (breytt kl. 09:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við tökum þetta að ári. Nema RUV ohf hætti að taka þátt. Jæja, Eiríkur reyndi eins og hann gat. Alveg búinn eins og sjá má á myndinni. Nú snýr hjörðin sér að særða dýrinu, tryllt af blóðlyktinni, og rífur það í sig. Fínt, þá má halda áfram að gera mambó.
Kalli
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.5.2007 | 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú eru vinir mínir í mafíunni í Palermo súrir. Tók 15 ár að dæma hann. Þó það.
Kalli
Ítalskur leyniþjónustumaður dæmdur í tíu ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.5.2007 | 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eiríkur var fínn. En Sigmar stelur senunni. Besta frammistaða þular síðan Jakob Frímann var í essinu sínu: " þessir strákar eiga eftir að fara langt.......alla leið aftur heim til Svíþjóðar""Hér eru Írar að sýna okkur íðilfagra náttúru sína......eins og svo oft áður" En Sigmar er að ná þessari nastí hæðni sem getur verið svo skemmtileg. Ef maður á ekki hlut að máli.
Kalli
Eiríki og félögum tókst vel upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.5.2007 | 20:14 (breytt kl. 20:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mjög áhugaverð frétt. Love Bug ógnun við Kýpverska herinn. Ástæðan hernaðarleyndarmál. Og annars staðar má lesa um að munnmök séu skaðleg heilsu fólks. Má greina hér áherslubreytingar á efnistökum mbl.is? Tengist kannski vinsældum Ellýar Ármanns og rauðra ástarsagna hennar. Maður ætti kannski að reyna nokkrar krassandi færslur?
Reyndar hafa verið nokkrar krassandi færslur hjá okkur á Millablogginu, ég minni á frásögnina af því þegar Birgir skipti um streng í bassanum sínum. Nú og þegar rangur hljóðnemi var í gangi við upptökur á slagverki. Og nú nýlega var mynd að Sigurði Kristinssyni hljóðfærasmið að stilla píanó.
Hvað er hægt að biðja um það betra? Og hvar annars staðar en á Millablogginu!
Kalli
ps. Langsótt tenging myndar og meginmáls. Japanskar stríðstúbur!
Herinn á Kýpur óttast áhrif titrara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.5.2007 | 18:53 (breytt kl. 18:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, þá er ekki eftir neinu að bíða. Kominn tími á að spila inn á plötu. Diddi að klára píanóið í Snjóhúsinu. Gleymdi að taka mynd af honum að stilla flygilinn. Man það næst. Diddi stillir fyrir Sigur Rós, Björk og Milljónamæringana.
Kalli
Bloggar | 10.5.2007 | 16:42 (breytt kl. 20:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið ofboðslega er "nýja" Bítlaplatan góð. Hljómurinn er svo skýr og samt svo hlýr. Alls konar hlutir sem að maður heyrir vel í fyrsta skipti. Og stemningin er svo þægileg. Kæruleysisleg. Ég er eiginlega ekkert fúll út í þá Martin feðga að hafa farið í segulböndin og mixað saman lögin. Eini gallinn er að eftir nokkrar hlustanir finnst manni þetta vera réttu útgáfurnar en þær upprunalegu verða skrítnar þegar maður hlustar á þær. Nú væri gott að fá Bítlaplöturnar á geisladiskum þar sem farið er vandlega ofan í saumana á hljómnum, þar sem þær væru endurhljóðblandaðar. Ekki bara remasteraðar (ég veit; endurhljómjafnaðar). Alveg eins og í gamla daga. Bara betra.
Kalli
Bloggar | 10.5.2007 | 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar